Frétt

Stakkur 51. tbl. 2003 | 30.12.2003 | 12:11Við áramót 2003 – 2004

Tíminn er takmörkuð auðlind. Þessi sannindi verða ljós um hver áramót þegar fólk lítur yfir farinn veg og skoðar í huga sér hvernig þeirra eigin lífi hefur verið háttað á liðnu ári og veltir fyrir sér möguleikum komandi árs. En í amstri dagsins vill það gleymast að okkur ber að nota tímann af varúð og gætni og fyrst og fremst vandlega, okkur sjálfum og öðrum til framdráttar. Flestum er svo farið að þeim finnst tíminn fljúga frá þeim. Það eru helst börn sem bíða jólanna og gamalt fólk, sem ekki er lengur í hringiðu lífsins, sem finnst tíminn silast áfram. Þannig er afstaða okkar til þessa fyrirbæris háð okkur sjálfum. Hún er afstæð.

En nú er komið að enn einum skilunum. Áramót eru að renna upp og við fyllumst tilfinningum, sem tengdar eru atburðum ársins er sennur hverfur í aldanna skaut. Fólkið sem stendur okkur nærri er okkur ofarlega í huga og sumir standa frammi fyrir því að nákomnir hafa horfið yfir móðuna miklu meðan aðrir hafa eignast börn eða barnabörn, þeim til gleði og ánægju. Sumir hafa náð áfanga á lífsleiðinni, settu marki eða hlotnast happ, sem gerir þá ánægðari með lífið. Öðrum er öfugt farið og hafa þurft að þola skakkaföll og ánægja þeirra er því af skornum skammti. En þannig ganga hlutirnir fyrir sig í lífisins ólgusjó. Ekkert er gefið í þessu lífi og hafa þarf fyrir flestum hlutum. Listin er fólgin í því að takast á við lífið og leysa úr þeim þrautum sem upp koma.

Hver er og einn gerir upp liðið ár við sig og sína. En hvað hefur gerst í þjóðlífinu? Því er svo farið að minni venjulegra Íslendinga á atburði líðandi stundar er oft gloppótt. Þess vegna verður fróðlegt að skoða dóm sögunnar um þá lagasetningu er hæst bar á Alþingi skömmu fyrir jól. Hvort mun vekja meiri athygli rýnenda framtíðarinnar, klofningur Samfylkingarinnar í þrennt varðandi afstöðu til eftirlauna æðstu embættismanna eða það að framvegis muni formenn þess sama flokks taka eftirlaun samkvæmt þessum lögum. Hve lengi munu deilurnar vegna greiðslna til öryrkja lifa með þjóðinni, brigsl um svik og stóryrði um einstaka ráherra? Þessu verður ekki svarað hér. Hvað varðar erlenda atburði rís tvennt hæst, deilur Ísraela og Palestínumanna og stríðið í Írak. Fundur Saddam Hussein í holunni breytir sennilega einhverju um afstöðu margra.

En eftir stendur að flest stóru deilumál ársins falla í gleymskunnar dá og önnur sem minna hefur borið á kunna að hafa meiri áhrif til framtíðar. Sinnuleysi ríkisstjórna á Vesturlöndum um alnæmi í Afríku og annars staðar í þriðja heiminum er átakanlegt þegar til þess er litið hve lítið það kostar í raun að dreifa lyfjum og smokkum til fóks. Almenn uppfræðsla mun bjarga fleiri mannslífum en nokkurt annað ráð sem hægt er að grípa til. Línuívilnun til dagróðrabáta er ofarlega í huga Vestfirðinga, en breytir hún einhverju um gang heimsins? Það sem best dugar til framfara gerist oft hávaðalaust. Lesendum er þökkuð samfylgdin á árinu og óskað gleðilegs nýs árs.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli