Frétt

mbl.is | 22.12.2003 | 13:41Mikið vetrarríki í Svíþjóð eftir óveður helgarinnar

Mikið vetrarríki er í Svíþjóð eftir mikla ofankomu um helgina. Miklar tafir urðu á umferðinni, sem var með meira móti rétt fyrir jólin. Almenningssamgöngur fóru úr skorðum og að sögn lögreglu er meðalhraðinn á hraðbrautunum um fjörutíu km/klst. og langar bílalestir, sem silast áfram, sjást víða á vegum hefur Svenska Dagbladet eftir Thomas Ginghagen, varðstjóra hjá lögreglunni í Örebro.
Bifreið hafnaði í síki í nágrenni Vänersborg og drukknuðu tvær manneskjur. Óvíst er þó hvort rekja má slysið til veðursins. Strætisvagn valt á hliðina fyrir utan Enköping og þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðaróhapp milli Uppsala og Östhammar.

Þá hafa lestarsamgöngur raskast vegna snjóþyngsla og lestin á milli Gautaborgar og Stokkhólms tafðist vegna þess að tré kiknuðu undan snjóþunganum og sum féllu þvert yfir lestarteinana. Þá stöðvaðist lestin á milli Gautaborgar og Ósló af sömu orsökum. Flugsamgöngur riðluðust og í morgun var a.m.k. einnar klukkustundar seinkun á öllu flugi frá Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi.

Í gærkvöldi var veðrið verst í eystri hluta Svealands og í Austur-Gotlandi þar sem snjókoman mældist allt að fjórir desímetrar.

Um þrjú hundruð farþegar um borði í ferjunni Stena Jutlandica, sem var á leið frá Gautaborg til Friðrikshafnar í Danmörku, neyddust til þess að hírast um borð í ferjunni í alla nótt vegna þess að ekki var hægt að leggjast neins staðar að vegna ofviðris. Þá neyddust 850 farþegar í norsku ferjunni Fjord Norway einnig til þess að eyða nóttinni um borð vegna þess að ekki var hægt að sigla inn í höfnina í Hanstholm í Danmörku vegna stormsins. En minna varð samt úr veðrinu í Danmörku en búist hafði verið við og í fjölmiðlum í dag er spurt í Berlingske Tidende hvað hafi orðið um þau ragnarök sem búið hafi verið að spá.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli