Frétt

bb.is | 19.12.2003 | 10:05Byggðakvóti á Vestfjörðum: Gríðarlegur mismunur milli byggðarlaga

Úthlutun byggðakvóta á Vestfjörðum á liðnum árum hefur verið mjög mismunandi milli byggðarlaga. Það á bæði við um magn og ekki síður verðmæti. Nemur mismunurinn í verðmætum hundruðum milljóna króna. Mestur kvóti hefur runnið til Þingeyrar 1.976 þorskígildistonn að verðmæti rúmar 250 milljónir króna á leigumarkaði. Á sama tíma hafa aðeins 30 tonn komið í hlut Súðvíkinga að verðmæti um 3 milljónir króna. Á undanförnum fimm fiskveiðiárum hefur samtals verið úthlutað til Vestfjarða 8.246 þorskígildistonnum. Af einstaka byggðalögum kom næst mest til Bolungarvíkur eða 1.250 tonn, til Tálknafjarðar hefur verið úthlutað 1.241 tonni og til Flateyrar hefur verið úthlutað 1.198 tonnum. Þessi byggðarlög skera sig mjög úr því töluvert er í næsta byggðarlag á listanum sem er Drangsnes en þangað hefur verið úthlutað 662 tonnum.
Til Suðureyrar hefur verið úthlutað 359 tonnum, Ísafjarðar 310 tonnum, á Patreksfjörð hafa farið 100 tonn, til Hólmavíkur hefur verið úthlutað 56 tonnum, í Hnífsdal hafa farið 39 tonn og lestina rekur Súðavík með 30 tonna byggðakvóta á síðustu árum.

Úthlutun byggðakvóta hefur verið pólitísk ákvörðun á hverjum tíma. Það var til dæmis ákvörðun bæjarstjórnar Vesturbyggðar að allur byggðakvóti sem kom í hlut sveitarfélagsins rynni til Bíldudals. Sömu sögu er að segja af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Hún ákvað að allur byggðakvóti bæjarins á sínum tíma færi til Þingeyrar fimm ár í röð og hlutust af þeirri ákvörðun nokkrir eftirmálar m.a. málarekstur hjá Samkeppnisstofnun. Úthlutun byggðakvóta sem og annars kvóta fylgja verðmæti sem veita visst forskot á þá sem ekki fá úthlutað.

Byggðakvóti hefur á þessum árum verið úthlutað bæði í stórakerfinu svokallaða og einnig í smábátakerfinu. Á þessum kerfum er nokkur munur í leiguverði. Til einföldunar var kvótinn í útreikningum bb.is verðlagður á 90 kr. hvert kíló þorskígildis í litla kerfinu og 130 kr. á hvert kíló í stóra kerfinu. Séu þær tölur notaðar kemur í ljós að verðmæti kvótans sem úthlutað hefur verið til Þingeyrar er um 255 milljónir króna á leigumarkaði. Fyrir önnur byggðarlög eru tölurnar eftirfarandi: Bolungarvík 112 milljónir, Tálknafjörður 111 milljónir, Flateyri 108 milljónir, Drangsnes 72 milljónir, Suðureyri 32 milljónir, Ísafjörður 28 milljónir, Patreksfjörður 9 milljónir, Hólmavík 5 milljónir, Hnífsdalur 3 milljónir og Súðavík tæpar 3 milljónir króna. Það skal áréttað að þessari úthlutun hafa fylgt kvaðir um löndun afla á þessum stöðum.

Munurinn milli einstakra byggðarlaga á Vestfjörðum er mjög mikill. Flestum heimildarmönnum finnst erfitt að greina þann mun á aðstæðum milli byggðarlaganna sem geti skýrt svo mikinn mismun í úthlutun byggðakvóta. Flest byggðarlög á Vestfjörðum hafi misst mikið af sínum aflaheimildum á þeim 20 árum sem liðin eru síðan kvótakerfið var tekið upp. Að mati margra er munurinn á úthlutun byggðakvóta á milli staða það mikill að hans sjáist merki í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja milli einstakra byggðarlaga á Vestfjörðum. Með byggðakvótanum hafi skapast mismunur sem erfitt geti verið jafna en nauðsynlegt engu að síður.

Í umræðu undanfarinna vikna um línuívilnun hefur komið fram að á næstu tveimur árum verði lögð af úthlutun byggðakvóta með þeim hætti sem verið hefur. Nokkur kerfi hafa verið í gangi vegna úthlutunar byggðakvóta. Hafa reglur þar um verið mismunandi milli úthlutana og hefur það skapað töluverðar umræður manna á milli við hverja úthlutun. Margir hafa gagnrýnt úthlutanir fyrir að vera handahófskenndar og lítt í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Hafa jafnvel komið upp umræður um óeðlileg pólitísk afskipti af reglunum. Í orði hefur byggðakvóti átt að koma til aðstoðar þeim byggðarlögum sem orðið hafa fyrir áföllum vegna brotthvarfs veiðiheimilda.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli