Frétt

Leiðari 50. tbl. 2003 | 18.12.2003 | 13:34Í stormum þeirra tíma

,,Þeim, sem búa í hárri höll,
hollast mun að geyma
trú, sem áður flutti fjöll,
en fýkur nú sem lausamjöll
í stormum þeirra tíma, er Guði gleyma.“


Stutt er í síðasta sunnudag í jólaföstu. Á aðventukransinum bíður fjórða kertið eftir að kveikt verði á því, Englakertið, sem minnir á þá sem fluttu fregnina um atburðinn sem við minnumst á hverjum jólum: ,,Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.“

Álykta má sem svo að umbrotatímar síðustu aldar, þegar Íslendingar tóku að rétta úr kútnum eftir margra alda kyrrstöðu á öllum sviðum, hafi valdið hugarangri höfundar tilvitnaðs erindis yfir hnignandi trú á handleiðslu himnaföðurins til takmarkalausar dýrkunar á veraldlegum gæðum, sem mörgum fannst fylgja í kjölfar hinna miklu og skjótu breytinga og vaxandi velmegunar. Trú manna á mátt sinn og megin sló í takt við tíðarandann. Almættisins þótti ekki lengur þörf líkt og áður þegar almenningur hafði ekki annað að leita.

,,Löglegt en siðlaust“, eru fleyg orð Vilmundar heitins Gylfasonar um ýmislegt er honum þótti miður fara í samfélaginu. Í nokkuð stóryrtri og hvassri umræðu í þjóðfélaginu undanfarið hefur siðfræði borið oftar en ekki á góma. Kannski ekki að ástæðulausu. Siðferðileg fötlun einstaklinga er staðreynd, ef marka má innlegg rektors Háskóla Íslands í umræðu á málþingi, sem tileinkað var Evrópuári fatlaðra. Vonandi erum við ekki svo langt leidd í sjálfsfögnuði yfir eigin ágæti og stöðu, að okkur sé varnað sýn á því sem betur má fara.

,,Ef ég mínar bænir bið,
blessun hlýt og sálarfrið
og glatast aldrei Guðs úr náðarhendi.“


Í harðri veröld baráttu um auð, völd og áhrif, ofbeldis og tortryggni, hefur aldrei verið meiri þörf fyrir trúartraust eins og felst í þessum fáu, einföldu orðum, en nú, einstaklinga og þjóða í milli.

Bæjarins besta sendir lesendum sínum nær og fjær og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og frið og farsæld á komandi ári.

s.h.

(Tilvitnun: Hjörtur Gíslason, Vökurím.)


bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli