Frétt

mbl.is | 10.12.2003 | 08:39Falur Harðarson: Keflvíkingar geta unnið Toulon

Möguleikar Keflvíkinga á að ná efsta sæti riðilsins felast helst í því að ná hagstæðum úrslitum á heimavelli gegn Toulon. Síðustu tveir leikir íslenska liðsins verða á útivelli gegn Ovarense og Madeira. Franska liðið hefur tapað tvívegis í keppninni til þessa, á útivelli gegn Madeira en það kom verulega á óvart er Ovarense lagði Toulon í Frakklandi. Staðan í B-riðli er mjög tvísýn og á íslenska liðið möguleika á því að enda í efsta sæti riðilsins. Framhaldið á keppninni er sem stendur nokkuð óljóst.
Toulon er samsett úr tveimur liðum, Hyeres og Toulon, en það eru um 350 þúsund íbúar á svæðinu þar sem liðið hefur aðsetur en liðið er þekkt fyrir að hlúa vel að yngri leikmönnum liðsins en um 500 eru skráðir í franska félagið. Til samanburðar æfa um 350 körfuknattleik hjá Keflavík.

Toulon hefur lengst af leikið í 1. deild en fyrir þremur árum komst félagið í úrvalsdeild,

Þegar tíu umferðum er lokið í deildarkeppninni í Frakklandi er liðið í 10.-11. sæti með fjóra sigra og sex töp en alls eru 18 lið í efstu deild.

Franska landsliðið hefur náð ágætum árangri undanfarin ár og vann m.a. til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í haust í Svíþjóð.

Falur Harðarson þjálfari og leikmaður Keflavíkur segir að franska liðið sé vel skipað en ekki óyfirstíganleg hindrun. „Við lékum illa úti í Frakklandi gegn Toulon og ég tel að við eigum að geta unnið þetta lið á heimavelli. En þá þurfum við að hitta mun betur en við gerðum í fyrri leiknum.“ Falur segir að Toulon sé hávaxið lið, með góðar skyttur, en að liprasti leikmaður liðsins sé bakvörðurinn Jason Howe. „Hann er fljótari en ljósið,“ segir Falur og hlær. „Ég viðurkenni það fúslega að hann slapp af og til framhjá okkur í Frakklandi. En við munum gera betur gegn honum á heimavelli. Þar fær hann ekki að stela boltanum af okkur, skjótast fram völlinn og troða.“ En Howe er 25 ára gamall Bandaríkjamaður og aðeins 1,75 metrar á hæð. „Í liðinu eru einnig hávaxnar skyttur og má þar nefna framherjann Nedeljko Asceric sem skoraði 18 stig gegn okkur en hann er 38 ára gamall og var fyrstur fram í hraðaupphlaupin.“

Falur telur að heimavöllurinn muni skipta miklu máli. „Við ætlum okkur að ná góðum árangri á heimavelli og teljum að við séum með lið til þess að gera þeim erfitt fyrir,“ segir Falur.

Allir leikmenn Keflavíkur eru heilir heilsu en síðustu leikir liðsins í riðlakeppninni fara fram í Portúgal. Sá fyrri gegn Ovarense, þriðjudaginn 16. desember og sá síðari á eyjunni Madeira þann 18. desember. Madeira er eyja undan vesturströnd Afríku og er um tveggja tíma flug frá Porto til Madeira.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli