Frétt

kreml.is – Anna S. Baldursdóttir | 09.12.2003 | 22:28Dólgslæti dómvernduð

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir.
Nýfallinn dómur í máli tveggja lögreglumanna sem þóttu hafa gengið of harkalega fram gagnvart borgara í miðbæ Reykjavíkur í vor hefur vakið verðskuldaða athygli. Þetta mál hlýtur að vekja umræður innan raða lögreglunnar og meðal almennra borgara sömuleiðis. Lögreglumenn eru margir ósáttir við dóminn og telja hann hefta þá í störfum sínum, og þá sérstaklega þegar í hlut eiga óstýrilátir drukknir borgarar. Almennir löghlýðnir borgarar, drukknir sem allsgáðir hljóta að velta því fyrir sér hvort þessi dómur hafi einhver áhrif á þá.
Það er ekki á allra færi að glíma við vandasamt starf lögreglumanna og þar hlýtur valinn maður hljóta að verða að vera í hverju sæti. Að lögreglan beiti yfir-valdi er blessunarlega sjaldgæft hér á landi og komi slíkt til má segja að í nánast öllum tilvikum hafi eitthvað mikið gengið á þar á undan. A.m.k. eru mál eins og mál umræddra tveggja lögreglumanna afar sjaldgæf hér á landi. Þar virðist sem galvaskir þjónar laganna hafi verið helst til snöggir að beita valdinu sem þeir höfðu í umboði starfans. Fljótt á litið ætti málið þó að verða til þess að trú og taust almennings á lögregluna aukist, þar sem svo virðist vera að yfirstjórn hennar taki upp hjá sjálfri sér að sjá til þess að óstýrilátir almennir lögreglumenn, sem láta valdið stíga sér til höfuðs í kaffipásum eða á öðrum tímum, séu sóttir til saka. Almennt mætti því draga þá ályktun að lögreglan fari varlega með vald sitt og er það bæði virðingarvert og nauðsynlegt í lýðræðisríki. Það veitir líka vissa öryggistilfinningu að lögreglan sjálf hafi eftirlit með að svo sé. Hafi maður hins vegar lesið dóminn veltir maður fyrir sér hvort virkilega hafi verið nauðsynlegt að láta einmitt þetta einstaka mál fara dómstólaleiðina. Öll efni voru skv. vitnisburði ákærandans til að fara sáttaleiðina, þar sem hann hafði í raun ekki frumkvæði að kærunni, heldur kom það frá yfirmanni hinna ákærðu, hversu undarlegt sem það kann að hljóma.

Aðalatriðið fyrir almenna borgara hlýtur þó að vera spurningin um það hver áhrif dómsins verða á störf lögreglunnar. Setjum sem svo að slagsmál brjótist út í Austurstræti milli tveggja drukkinna einstaklinga og lögreglan er kölluð til og skakkar leikinn. Mennirnir eru illa til reika og ekki í ástandi til að taka ákvörðun um að kæra málið. Í slíkri stöðu hefur lögreglan enga stöðu til að krefja mennina persónskilríkja eða annarra upplýsinga. E.t.v. skapast hefð fyrir að biðja ekki um slíkar upplýsingar, þar sem lagastoð skortir. Vilji svo annar aðilinn kæra síðar, eru engar upplýsingar til um ákærða og málið tekur mun lengri tíma en nauðsynlegt væri.

En málið snýst í raun ekki bara um stjórnunarhætti yfirlögreglumanna eða valdbeitingu almennra lögreglumanna. Hollast væri almennum borgurum að líta í eigin barm og takast á við óþekktina og hömluleysið sem brýst út í ölæði þeirra um hverja helgi, frekar en að amast við lögreglunni. Hverjum Íslendingi sem einhverra hluta vegna hefur óvart farið á djammið ódrukkinn og því við sæmilega rænu ætti að vera vel kunnugt um drykkjusiði og framkomu landans. Eins sjálfumglöð og ánægð við erum með okkur allsgáð, verðum við margfalt verri með víni. Það býr “fúll á móti? í hverjum drukknum íslendingi, sem veit allt, getur allt og skilur allt betur en fúll á móti – haltu kjafti. Þetta er vinnuumhverfi lögreglunnar um helgar en á virkum dögum tínir hún upp og hýsir olnbogabörn þjóðarinnar, s.s. geðsjúklinga og drykkjumenn, sem við höfum ekki haft dug í okkur til að sjá almennilega um. Hortugheit og stælar virðast ómissandi þáttur í skemmtanahaldi okkar og enginn er betri til að taka við útrás lægri hvata en einmitt lögreglan. Áreiti s.s. hrákar, hótanir og tilburðir til líkamsmeiðinga er eitthvað sem lögreglumenn búa við á hverjum degi í sínu starfi og geta ekki brugðist við skv. dómnum. Það má jafnvel ganga svo langt að segja að með dómnum hafi leyfi fyrir dólgslátum á láði verið gefið. Skv. honum gátu lögreglumennirnir á Nonnabita sjálfum sér um kennt að verða fyrir áreiti, þvi þeir voru staddir á stað þar sem mikið var um drukkið fólk! Hvar annars staðar átti lögreglan eiginlega að vera kl. 2 aðfararnótt laugardags í henni Reykjavík?

Kreml.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli