Frétt

| 30.03.2001 | 12:48Neytendum misboðið

Í forystugrein Morgunblaðsins í dag er fjallað um verð á grænmeti hérlendis. Þar segir m.a.:

Enn einu sinni er neytendum misboðið, þegar verð á innfluttu grænmeti rýkur skyndilega upp úr öllu valdi. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að verð á papriku hefði frá því í síðustu viku hækkað úr 400-500 krónum kílóið í 700-800 krónur. Þetta gerðist þegar tímabil tollfrelsis innflutts grænmetis samkvæmt EES-samningnum rann út og settur var 30% verðtollur á innflutta papriku.
Þetta er kunnuglegt ferli, sem endurtekur sig á hverju ári; fyrst kemur verðtollurinn og svo hækka tollarnir enn frekar; svokallaðir magntollar leggjast á innflutta grænmetið til að verja innlenda framleiðslu fyrir samkeppni, jafnvel þótt framboð hennar anni engan veginn eftirspurn.

Markaður fyrir grænmeti, þessa hollu og eftirsóttu vöru, er enn í fjötrum hafta, einokunar og tollverndar. Í síðustu viku tók samkeppnisráð ákvörðun vegna yfirtöku Sölufélags garðyrkjumanna og tengdra félaga á Ágæti hf. Þar kemur fram að innlend samkeppni á þessum markaði er lítil sem engin. Sölufélagið og fyrirtæki tengd því ráða markaðnum.

– – –

Núverandi og hugsanlegir nýir keppinautar SFG og Ágætis eiga því varla annan kost en að flytja inn grænmeti, en ofurtollarnir gera samkeppnisstöðu þeirra nánast vonlausa stóran hluta ársins. Eins og fram kemur í samtölum við kaupmenn í Morgunblaðinu í gær sniðgengur fólk einfaldlega grænmetið þegar verð á því er komið í þessar svimandi hæðir.

– – –

Það er auðvitað orðið löngu tímabært að afnema tollverndina, sem innlend grænmetisframleiðsla hefur notið. Gæði íslenzks grænmetis eru slík, að það á að geta staðizt eðlilega og heilbrigða samkeppni frá innflutningi, auk þess sem innlendir garðyrkjubændur njóta nálægðar sinnar við markaðinn. Að mörgu leyti myndu innlendir framleiðendur líka njóta þess að verð á grænmeti lækkaði, því að þar með ykist neyzla og markaðurinn stækkaði. Þetta hefur legið í augum uppi árum saman, án þess að stjórnvöld aðhefðust í málinu.

– – –

Eins og fram kemur í fréttum Morgunblaðsins í gær telur landbúnaðarráðuneytið sig ekki hafa heimild til að aflétta verðtollum á innflutt grænmeti með reglugerð, þar sem þeir séu ákveðnir með lögum. Það er því ljóst að hér dugir ekki atbeini landbúnaðarráðuneytisins, heldur þarf Alþingi að breyta lögum. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að núverandi löggjöf veiti landbúnaðarráðherra of mikið svigrúm til að taka geðþóttaákvarðanir um tilhögun innflutnings landbúnaðarvara, í ljósi þess að landbúnaðarráðherra á hverjum tíma hafi í reynd verið einn helzti hagsmunagæzlumaður landbúnaðarins. Það á að skipa innflutningsmálunum með almennum lagaákvæðum, sem tryggja sem mest frjálsræði og samkeppni, í þágu neytenda.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli