Frétt

bb.is | 05.12.2003 | 08:07Segir skrið kominn á undirbúning háskólaseturs á Ísafirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Skriður er að komast á vinnu vegna fyrirhugaðs Háskólaseturs á Vestfjörðum að sögn Smára Haraldssonar, forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Menntamálaráðuneytið átti í fyrsta sinn fulltrúa á undirbúningsfundi heimamanna vegna háskólaseturs nú í vikunnu. Svæðisútvarp Vestfjarða greindi frá þessu. Hópinn skipa fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. „Menntamálaráðuneytið er búið að taka boltann og ekki annað að heyra en það sé hugur í mönnum að vinna hratt í málinu en auðvitað tekur þetta alltaf sinn tíma“, segir Smári.
Í fyrravetur lét hópurinn vinna skýrslu um stofnun háskólaseturs og kynnti menntamálaráðherra í fyrravor. Jafnframt var óskað eftir því að menntamálaráðuneytið skipaði fulltrúa í hópinn. Smári segir að þá hafi fengist viðbrögð ráðuneytisins sem hafi beðið um að farið yrði ofan rekstrarmöguleika fyrirhugaðs háskólaseturs og hafi hópurinn skilað af sér skýrslu um málið í sumar. Síðan hafi lítið gerst þar til nú að forstöðumaður þróunarsviðs menntamálaráðuneytisins hafi verið skipaður í hópinn. Í vikunni komu fulltrúar menntamálaráðuneytis, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum.

Smári segir framundan að negla betur niður tillögur sem fram hafi komið hjá heimamönnum um samstarf skólastofnana, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og aðila í rannsóknarstarfsemi. Auka þurfi rannsóknarstarfsemi innan þeirra stofnana sem þegar eru starfandi á svæðinu auk þess að fá nýjar stofnanir inn.

„Hugmyndin um háskólasetur hefur gengið út að koma þessum aðilum saman og geta myndað stofnun sem vinni að því að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám með fjarnámi og tengist rannsóknarstarfseminni sem hér er svo við getum miðlað þekkingu þeirra áfram. Slík stofnun ætti þá að gera bæði fræðimönnum og stúdentum kleift að sinna rannsóknum“, segir Smári.

Að undanförnu hefur verið mikið til umræðu að stofna vestfirskan háskóla sem byggi upp kennslu í greinum sem sérþekkingu sé að finna á innan fjórðungsins. Smári segir sömu hugsjónir liggja að baki vestfirskum háskóla og háskólasetri en hugmyndirnar feli í sér ólíka leiðir að markinu.

„Auðvitað líta allir svo á að setrið geti þróast yfir í vestfirskan háskóla með tímanum. Upp á síðkastið hafa komið fram hugmyndir um stærri skref og þau eru mjög gott innlegg í málið. Við þurfum að velta fyrir okkur og ræða og komast nákvæmlega niður á hvað við viljum gera, auk þess að afla þeim hugmyndum stuðning bæði meðal ráðamann mennta- og fjármála og heimamanna. Í rauninni er svo margt að gerast að það verður að nálgast verkefnið með opnum huga. Á austurlandi eru t.d. uppi hugmyndir um netháskóla sem væri sjálfstæð stofnun og myndi kaupa kennslu frá mörgum aðilum, bæði innanlands og utan, sem er mjög spennandi.“

Smári segir Vestfirðinga mjög samstíga Austfirðingum í sinni vinnu en þeir hafi stofnað námsver þar sem háskólanemar hafi aðstöðu svipað og sé á Ísafirði. Hann segir að háskólasetur muni hafa mikla þýðingu fyrir þá sem verði við nám á háskólastigi en eins fyrir byggðina.

„Því mun fylgja bæði aukin umsvif og eins sköpunarkraftur sem verður til við rannsóknarstarfsemi og andlega vinnu. Starfseminni mun fylgja heilmikill gróandi.“ Smári segist reikna með að auk grunnnáms muni háskólasetur sinna sí- og endurmenntun.

„Ég er með í huga þekkingarmiðstöð eða þekkingarstórmarkað þar sem fólk getur fengið aðstoð eða ráð hvort sem það er að sækja sér háskólanám til formlegrar prófgráðu eða aðra menntun“, sagði Smári.

kristinn@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli