Frétt

| 29.03.2001 | 02:11Konur og fjölmiðlar

Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum var skipuð af félagsmálaráðherra að undangenginni þingsályktunartillögu sex kvenna og sex karla sem lögð var fram á Alþingi 1998. Nefndin er þverpólitísk og vinnur að bættum hlut kvenna í stjórnmálum. Í henni eiga sæti sjö konur og enginn karl.
Með það að markmiði að auka hlut kvenna í fjölmiðlum og skapa þar með fleiri og sterkari fyrirmyndir, m.a. fyrir stjórnmálakonur, hefur nefndin gefið út fræðsluritið Konur og fjölmiðlar. Í ritinu eru bæði leiðbeiningar „fyrir konur sem koma fram í fjölmiðlum“ og leiðbeiningar „fyrir fjölmiðlafólk í samskiptum við konur“.
Í ritinu kemur fram sitthvað fróðlegt og gagnlegt, sem fáir hafa líklega áttað sig á. Hér skulu tekin nokkur sundurlaus atriði sem sérstaka athygli vekja og tímabært virðist að bæði konur og fjölmiðlafólk geri sér grein fyrir:

Viðtöl eru mikið notuð í fjölmiðlum. Gildir það jafnt um prentmiðla sem útvarp og sjónvarp. Viðtal er afrakstur vinnu tveggja aðila, viðmælanda og spyrils, þar sem þeir skiptast á skoðunum og upplýsingum.

Konur vilja oft fá lengri undirbúningstíma fyrir viðtal en karlar og meiri upplýsingar um framgangsmáta viðtalsins. Þetta má ekki verða til þess að fram hjá konum sé gengið.

Reynslan sýnir að það er mikilvægt að vera í fötum sem manni líður vel í. Þetta gildir einnig um hárgreiðslu og förðun. Ef beiðni um viðtal kemur óvænt gera létt andlitspúður og varalitur „kraftaverk“ og leggja grunn að auknu sjálfstrausti þegar á hólminn er komið.

Dagleg viðfangsefni kvenna fela í sér fréttir.

Konur jafnt sem karlar geta annast fréttaflutning af öllum málum.

Kona sem fær jákvæðan stuðning frá fréttamanni í sínu fyrsta viðtali verður fúsari til viðtals næst þegar hún er beðin.

Atburður sem gerist nálægt fær að öðru jöfnu meiri umfjöllun en sá sem á sér stað í fjarlægum heimshluta.

Það sem er frétt í dag getur verið úrelt á morgun.

Fjölmiðlar sækjast eftir að skrifa um átök og spennu svo sem stríð, stjórnmál, glæpi eða íþróttir.

Eintök af ritinu, sem er ekki síður vandað að ytri gerð en innihaldi, er hægt að fá endurgjaldslaust hjá félagsmálaráðuneytinu.

bb.is | 26.09.16 | 11:48 Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með frétt Húsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli