Frétt

Sælkeri vikunnar - Guðmundur M. Kristjánsson á Ísafirði | 01.12.2003 | 17:54„Dinner fyrir Dóru“

Guðmundur tileinkar Dóru unnustu sinni þriggja rétta kvöldverðarmáltíð fyrir tvo. Með forréttinum sem er kræklingur segist Guðmundur bjóða upp á „Kaliforníu vín“, Kendall-Jackson, Chardonnay og með aðalréttinum sem er lambasteik hefur hann vín frá Spáni, Marques del Puerto Rioja Reserva.
Kræklingur í franskri sinnepssósu
Setjið rauðlauk og hvítlauk í pott og steikið létt í ólífuolíu. Bætið við 1dl af hvítvíni og síðan 400 g kræklingi og setjið lokið á. Best er að nota ferskan krækling en líka má nota frosinn. Þegar kræklingurinn hefur opnað sig er hann tekinn uppúr og soðið látið sjóða aðeins niður. Bætið við 1 msk af sætu Dijon sinnepi, 1 msk af venjulegu Dijon sinnepi og 1dl af rjóma. Látið þykkna aðeins.

Setjið kræklinginn á forréttardisk, hellið sósunni yfir og stráið ferskri steinselju létt yfir. Gott er að hafa nýbakað snittubrauð með.


Lambafile með sveppastilkasósu og döðlusalati
1 stk lítill lambahryggur
6 stk ferskir meðalstórir sveppir
200 g parísarkartöflur
1 poki af fersku grænmetissalati

Úrbeinið hrygginn og fituhreinsið. Mölbrjótið beinið eða höggvið niður. Setjið stóran lauk, 5 kramin hvítlauksrif, 2-3 lárviðarlauf og 1 msk af svörtum pipar í pott með beinunum og brúnið í lítilli olíu. Bætið út í hálfum lítra af vatni og sjóðið í nokkra tíma eða þar til u.þ.b. 2 dl af soði eru eftir. Þegar búið er að sigta það og fleyta fitunni ofan er eftir um 1 dl af soði.

Kryddið kjötið með nýmöluðum svörtum „Sarawak“ pipar og snöggsteikið á vel heitri pönnu með lítilli olíu þar til það léttbrúnast. Færið þá í 180°C heitan ofn í um 10 mín.

Takið stilkana úr sveppunum og setjið til hliðar. Fyllið sveppahattinn með Camembert osti og setjið undir grill þar til osturinn bráðnar í holuna.

Sveppastilkarnir eru fínsaxaðir og létt steiktir í smjöri. Skvettið einföldum koníak yfir og kveikið í. Setjið soðið af beinunum saman við ásamt örlitlum rjóma og sjóðið niður þar til þykknar (ef ekki er nógur kraftur úr soðinu verður maður að bjarga sér með kjötkrafti). Brúnið kartöflur á hefðbundinn hátt

Salat
Skerið 10 döðlur og setjið í skál. Hrærið saman við 2 msk af ólífu olíu og 2 msk af balsamik ediki ásamt hálfri tsk af muldum svörtum pipar. Látið blönduna standa í fimmtán mínútur og stráið henni síðan yfir gott salat.


Ís með Perusósu
Flysjið og skerið í litla báta tvær ferskar perur og saxið 6 döðlur.
Setjið 1 msk af smjöri á pönnu og léttsteikið döðlurnar og perurnar. Stráið 2 msk af sykri yfir (má vera púðursykur), skvettið einföldum koníak út á og flamberið. Setjið síðan rjóma yfir og látið krauma létt eða þar til fer að þykkna og hellið yfir ís.

Ég skora á Björgu systur mína í Bolungavík að vera næst.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli