Frétt

| 02.03.2000 | 16:02Hlífarsamsætinu frestað
fram á sunnudag

Herdís Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Hlífar.
Herdís Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Hlífar.
Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði á níræðisafmæli á mánudaginn, 6. mars. Afmælisins verður minnst með veglegum hætti á hinu árlega Hlífarsamsæti sem haldið verður á sunnudaginn, 5. mars, í Félagsheimilinu í Hnífsdal og hefst klukkan fimm síðdegis. Tekið skal fram, að ráðgert var að halda samsætið á laugardag en því hefur nú verið frestað um einn dag vegna annarra viðburða á Ísafirði á laugardag.
Hlífarsamsætin hafa verið haldin alla tíð félagsins og reyndar hófust þau nokkrum árum fyrir formlega stofnun þess. Þau eru einn af föstu punktunum í tilverunni á Ísafirði, eins og komist hefur verið að orði.

Kvenfélagið Hlíf var stofnað sem líknarfélag og hefur alla tíð haldið því megineinkenni sínu. Ekki liggur fyrir hversu miklum fjármunum félagið hefur safnað og varið til líknarmála og annarra góðra málefna síðustu níutíu árin, en þeir eru geysimiklir.

Núverandi formaður Hlífar er Herdís Þorsteinsdóttir en félagskonur eru liðlega áttatíu talsins. Aðrar konur í stjórn eru Elínborg Sigurðardóttir gjaldkeri, Rannveig Hjaltadóttir ritari, Þorgerður Einarsdóttir, Hjördís Hjartardóttir, Sigurbjörg Kristinsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir.

Kvenfélagið Hlíf ber aldurinn vel, þrátt fyrir mjög breytta tíma. Þó er því ekki að neita, að sögn Herdísar Þorsteinsdóttur formanns, að fleiri ungar konur mættu koma til liðs við þetta aldna félag.

Að sögn Herdísar eru fjáröflunarleiðir félagsins enn með svipuðum hætti og á fyrstu áratugunum. Þar á meðal eru haldnar tombólur til fjáröflunar eins og í öndverðu. „Það er ekkert annað félag hér sem heldur tombólur lengur", segir hún. „Einnig má nefna að við seljum blóm á hverju ári og vissulega stöndum við að hluta til sjálfar undir starfi félagsins með árgjöldum og fjárframlögum. Regluleg starfsemi er mjög í föstum skorðum á seinni áratugum og hinum föstu liðum hefur verið vel við haldið. Konum býðst vissulega meira og fjölbreyttara félagslíf en var áður fyrr en alltaf er sérlega blómlegt starf í kringum Hlífarsamsætið á hverju ári", segir Herdís.

Árið 1907 kom það til tals meðal nokkurra kvenna á Ísafirði, að nauðsynlegt væri að hlúa að eða sinna á sérstakan hátt einstæðu öldruðu fólki og öðrum sem bjuggu við lakari kjör en almennt gerðist. Það fyrsta sem konurnar gerðu í þessa átt var að efna til matarveislu og bjóða þangað öllu slíku fólki í bænum. Þetta var upphaf Hlífarsamsætanna.

Þessar konur voru ófélagsbundnar en héldu þessu áfram næstu þrjú árin. Þá voru komnar fram háværar raddir um að betra væri að stofna félag um málstaðinn. Um þetta varð talsverður ágreiningur og voru sumar konur hlynntar félagsstofnun en aðrar eindregið á móti. Svo fór þó, að náð varð samkomulagi um stofnun félags. Einkum eru nefndar tvær konur sem mestan þátt hafi átt í því, þær Þórdís Egilsdóttir og Guðrún Jóhannesdóttir. Fyrir forgöngu þeirra og margra annarra var stofnfundur haldinn 6. mars árið 1910.

Stofnfélagar Kvenfélagsins Hlífar voru tæplega þrjátíu. Fyrstu stjórnina skipuðu Sigríður Lúðvíksdóttir formaður, Rebekka Jónsdóttir varaformaður, Guðríður Árnadóttir, Margrét Sveinsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir.

Á þeim árum þegar Kvenfélagið Hlíf hóf göngu sína voru aðstæður gamals og óvinnufærs fólks oft erfiðar. Þá var ekkert skjól hjá „hinu opinbera" að flýja til og ellin kvíðvænleg þeim sem áttu ekki nána ættingja eða vini sem þeir gátu treyst á. Ekki var neitt elliheimili, engar tryggingar, engar örorkubætur, engin ellilaun. Þeir sem urðu undir í lífsbaráttunni með einhverjum hætti áttu þess lítinn eða engan kost að safna til elliáranna og urðu nokkurs konar hornrekur eða olnbogabörn í samfélaginu.

Gerðabækur Kvenfélagsins Hlífar eru til frá upphafi. Þær eru ekki aðeins merkileg heimild um merkilegt félag og starf þess í níutíu ár, heldur einnig stórmerkur spegill samfélagsins á þeirri viðburðaríku öld sem nú er að kveðja.

Margvísleg erindi og óskir um stuðning hafa borist Kvenfélaginu Hlíf á vegferð þess en þó mun miklu fleira sem félagið sinnti óbeðið. Meðal annars leitaði Raflýsingarnefnd kirkjunnar eftir fjárstuðningi þegar bærinn var rafvæddur árið 1921. Samvinnufélag Ísfirðinga leitaði eftir framlagi þegar það var stofnað í árslok 1927. Báðum þessum erindum var hafnað enda töldu konurnar það tæplega samrýmast markmiðum félagsins að verða við þessum óskum.

Annað og af öðru tagi má nefna, sem konurnar tóku upp hjá sj

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli