Frétt

mbl.is | 27.11.2003 | 13:49Els og Singh meðal keppenda á Nedbank-mótinu

Einni viku eftir að kylfingar nr. 2 og 3 í heiminum fóru fyrir alþjóðaliðinu í keppninni um Forsetabikarinn munu þeir takast á um sigur á Nedbank-mótinu sem hefst í Sun City í Suður-Afríku í dag. Els þarf að slást við tvo fyrrum meistara og Fiji-manninn Vija Singh þegar hann reynir að verða fyrsti kylfingurinn til þess að vinna Nedank Challenge-mótið í fimmta sinn.
Nick Price og Sergio Garcia hafa báðir unnið mótið og þekkja hinn krefjandi 7,147 metra langa Gary Player Country Club völl sem staðsettur í heimalandi Players.

Singh hefur náð öðru sætinu á heimslistanum af Els og hefur hann unnið rúmlega 570 milljónir króna á PGA-mótaröðinni í ár.

Els vann sjö mót á árinu og hlaut um 435 milljónir króna í verðlaunafé, hann hefur borið höfuð og herðar yfir aðra keppendur í þessu móti síðustu fimm ár.

„Ég kann enga skýringu á frammistöðu minni, en síðan ég náði í gegn fyrir nokkrum árum hefur mér fundist eins og ég kunni að spila völlinn.“

Mótið er orðið viðameira á sínu 23 ári. Áður voru tólf þátttakendur en þeim hefur nú verið fjölgað uppí 18, verðlaunaféið fyrir fyrsta sæti var 150 milljónir og er nú 90.000.000.

Fleiri sterkir spilarar frá Bandaríkjunum taka nú þátt í mótinu en þeir hafa til þessa verið tregir til þess að leggja land undir fót til Suður-Afríku eftir langt og erfitt keppnisár.

Þrátt fyrir að David Toms hafi dregið sig úr leik vegna meiðsla, hafa þeir Charles Howell III, Fred Funk, Jay Haas, Kenny Perry, Chris DiMarco og Jerry Kelly bæst í hóp spennandi keppenda sem áhorfendur hafa beðið eftir að sjá í keppni þessari.

Evrópsku stjörnurnar Darren Clarke, Padraig Harrington, Garcia og Ástralarnir Stuart Appleby, Adam Scott, Robert Allenby og Stephen Leaney eru einnig á meðal keppenda.

Í opnu leikjunum mun Harrington spila með Appleby og Scott, Garcia með Price og Funk og Clarke með Allenby og Kelly.

Haas sem sló þátttökumet Arnolds Palmer á PGA mótaröðinni í ár með 729 mótum mun spila með Els og Goosen í síðasta leiknum. Það verður eldskírn hjá hinum 49 gamla kylfingi fyrir framan áhorfendur sem hvetja Els til dáða.

„Ég elska að koma hingað,“ sagði Els. „Það er gott að hafa svona stuðning sem ég fæ ekki oft á hverju ári, mér finnst gott að nýta mér hann.“

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli