Frétt

| 26.03.2001 | 13:16„Þessi ánægjulega þróun tengist á engan hátt styrkjum eða lánveitingum ...“

Landað úr Bensa BA 46 á Patreksfirði.
Landað úr Bensa BA 46 á Patreksfirði.
„Þrátt fyrir mjög erfiða skuldastöðu Vesturbyggðar, og raunar fjórðungsins í heild, hefur þróun mála síðustu misserin svo mjög aukið mönnum bjartsýni, að þess sjást nú víða merki að gagnsókn er hafin. Bent skal á, að þessi langþráða og ánægjulega þróun tengist á engan hátt styrkjum eða lánveitingum, heldur því samkomulagi sem stjórnvöld sjálf kölluðu eftir við smábátaeigendur um aðgengi krókabátaflotans að fiskimiðunum.“
Þetta segir m.a. í ályktun og áskorun borgarafundar um sjávarútvegsmál, sem haldinn var á Patreksfirði. Ályktunin fer hér á eftir í heild:

„Fjölmennur borgarafundur á Patreksfirði 22. mars 2001 ályktar eftirfarandi:

Fundurinn skorar á stjórnvöld að afnema nú þegar úr lögum um stjórn fiskveiða þau ákvæði laganna um krókabáta, sem koma eiga til framkvæmda 1. september. Komi þessi ákvæði til framkvæmda þarf um fátt að binda í vestfirskum byggðarlögum. Það takmarkaða frelsi sem þessi hluti smábátaflotans nýtur á fiskimiðunum hefur skapað nýjan grundvöll og von fyrir byggðirnar. Með afnámi þess bresta þær forsendur, með óbætanlegu tjóni fyrir mannlíf og athafnasemi, ásamt gríðarlegum kostnaði fyrir íslenskt þjóðfélag í heild.

Aflasæld á nálægum fiskimiðum hefur frá öndverðu verið hornsteinn fjölskrúðugs mannlífs og öflugrar menningar á Vestfjörðum. Augljóst er því hvaða afleiðingar það hefur þegar veiðiheimildir hverfa í miklum mæli frá svæðinu, en sú hefur verið raunin sl. áratug.

Á allra síðustu árum hafa dugmiklir og kjarkaðir athafnamenn vítt og breitt afráðið að blása til sóknar gegn þessari þróun með því að hefja útgerð smábáta með krókaveiðileyfi. Í dag er svo komið, að þessi útgerð og öll umsvif þar í kring er orðin langstærsti einstaki þáttur atvinnu- og efnahagslífs Vestfirðinga. Þá skal til tekið, að á sumartíma margfaldast íbúatalan í fjölmörgum vestfirskum byggðum, sem gerir fyrirtækjum í verslun og þjónustu kleift að þrífast og dafna.

Þrátt fyrir mjög erfiða skuldastöðu Vesturbyggðar, og raunar fjórðungsins í heild, hefur þróun mála síðustu misserin svo mjög aukið mönnum bjartsýni, að þess sjást nú víða merki að gagnsókn er hafin. Bent skal á, að þessi langþráða og ánægjulega þróun tengist á engan hátt styrkjum eða lánveitingum, heldur því samkomulagi sem stjórnvöld sjálf kölluðu eftir við smábátaeigendur um aðgengi krókabátaflotans að fiskimiðunum.

Framkvæmd þessa samkomulags hefur reynst glæsilegt dæmi til eftirbreytni um skynsamlega nýtingu fiskveiðiauðlinda. Ekki aðeins er hún í fullu samræmi við markmið fiskveiðistjórnunar um eflingu byggðar, atvinnulífs og hámörkun verðmæta, hún skilyrðir að auki notkun umhverfisvænna veiðarfæra, sem stuðlar að bættumhag fiskistofna. Slíkt fyrirkomulag er einsdæmi við fiskveiðistjórnun, hvert sem litið er.

Fundurinn ítrekar því áskorun sína til stjórnvalda.

Orðið „almannahagsmunir“ er iðulega notað þegar rætt er um stjórn fiskveiða. Það þjónar sannarlega hagsmunum almennings að afnema umrædd lagaákvæði og efla þess í stað þá þætti fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem kveikja neista vonar og bjartsýni í brjóstum manna.

Grundvöllur fámennra og afskekktra byggða er að stórum hluta sá, að einstaklingarnir sjái möguleika til vaxtar og uppbyggingar atvinnulífsins. Stjórnvöld hafa nú í hendi sér hvort þessi neisti lifir.“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli