Frétt

Stakkur 47. tbl. 2003 | 26.11.2003 | 10:18Hvað vilja bæjarstjórarnir?

Með Morgunblaðinu um síðustu helgi var dreift ágætu riti, Áfram veginn. En það er gefið út af fyrirtækinu Kynning og Markaður - KOM ehf. í samvinnu við samgönguráðuneytið, Vegagerðina og Reykjavíkurborg og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um samgöngur, einkum á landi. KOM hefur staðið að margri prýðilegri útgáfunni og tekst vel upp nú, sem fyrri daginn. Vegirnir á Íslandi eru okkur öllum hugleiknir. Þeir hafa í raun tekið við af samgöngum á sjó, samanber ummæli Óskars Óskarssonar, deildarstjóra innanlandsflutninga Samskipa, sem lögðu strandsiglingar af. Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri Flytjanda segir hraða og tíðni landflutninga hafa dregið úr siglingum á ströndina. Niðurstaðan er sú, að flutningar sem áður fóru sjóleiðina eru komnir á vegina. Það hefur gerst miklu hraðar en bætur á þjóðvegum. Almennt virðast viðmælendur ritsins vilja breikka þjóðvegi ásamt því að auka burðargetu þeirra og afleggja einbreiðar brýr og ljúka lagningu slitlags á vegi sem enn hafa það ekki. Umferðarstofa vill betri merkingar og eyða svokölluðum svartblettum, það er lagfæra vegi þar sem slys hafa orðið.

Fjórir bæjarstjórar eru spurðir hvað þeir vilji sjá gerast í vegamálum næst. Kristján Þór Júlíusson á Akureyri, áður í Ísafjarðarbæ, vill göng undir Vaðlaheiði, enn ein göngin, auk Sundabrautar í Reykjavík og styður þá sjálfsögðu samgöngubót þeim rökum, að ökutíminn milli Akureyrar og Reykjavíkur styttist um hálftíma, og loks er það hálendisvegur, einnig til að stytta ferðir. Eiríkur B. Björgvinsson í Austur Héraði vill bót á Öxi, einnig til styttingar, slitlag, fleiri jarðgöng, milli Norðfjarðar og Eskifjarðar og milli Vopnafjarðar og Héraðs og ein eru í bígerð undir Almannaskarð. Það er ekki nóg, heldur vill hann heildstæða áætlun um jarðgöng á Austurlandi. Einar Guðni Njálsson bæjarstjóri Árborgar vill nýja brú á Ölfusá, svo losna megi við umferð í gegnum Selfoss! Reyndar er einnig rætt við annan fyrrum bæjarstjóra á Ísafirði, Harald L. Haraldsson sveitarstjóra í Dalabyggð, er lofar nýjan veg um Bröttubrekku, en krefst einskis frekar. Sá nýi vegur gagnast Vestfirðingum einnig.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Halldór Halldórsson veit hvað hann vill. Lokið skal vegum milli þéttbýlisstaða, að flugvöllum og ferjubryggjum, nýjum Djúpvegi og öðrum milli Flókalundar og Bjarkalundar, um Arnkötludal, sem opni þar með hringveg um Vestfirði. Slitlag skal á allt saman og enn ein jarðgöng, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Kröfurnar eru miklar. Þó er ekki beðið um tvenn jarðgöng í þessari lotu og Halldór því hógværari en bæði kollegi hans fyrir austan og skólameistarinn á Ísafirði. Allir eru sammála um gagn af góðum vegum, en hvað kemur í staðinn? – hagræðing sveitarfélaga og ríkisins eða skal allt óbreytt? Góðar samgöngur breyta landinu, smækka það í raun og veita færi á stórfelldum samruna sveitarfélaga, sem er knýjandi á Vestfjörðum. Stefna bæjarstjóranna er klár að hálfu leyti. Íbúar hafa oft reynst andvígir hagræðingu bæði ríkis og sveitarstjórna. Hún mun fylgja - ella er til lítils barist. En raunsæi verður að ríkja þegar heimabyggðin er hyllt. Það var ekki í kaffispjalli á sunnudaginn, er forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lýsti því að hún æki til Ísafjarðar á 4 ½ tíma. Kjósa sveitarstjórnarmenn að fram úr sjálfum fremur en sýna raunsæi?


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli