Frétt

| 25.03.2001 | 09:39Fjarri því að vera einhamur maður

Guðmundur G. Hagalín.
Guðmundur G. Hagalín.
Rithöfundarins Guðmundar G. Hagalín verður minnst með dagskrá í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag, sunnudag, og hefst hún kl. 16. Naumast er á aðra hallað, þótt fullyrt sé að Guðmundur Hagalín sé einna merkastur þeirra rithöfunda sem vestfirskir geta talist. Þá er ekki einungis átt við vestfirskan uppruna hans og búsetu á Vestfjörðum, heldur einnig og ekki síður efniviðinn í ritverkum hans. Hins vegar gæti einnig annar þáttur í lífi Guðmundar verið tilefni þess að hans væri minnst sérstaklega á Ísafirði. Það eru störf hans að bæjarmálum og atvinnumálum.
Guðmundur Gíslason Hagalín fæddist 10. október 1898 að Lokinhömrum við Arnarfjörð. Líkt og fleiri af merkustu rithöfundum Íslendinga hætti hann námi í Menntaskólanum í Reykjavík nokkru áður en kom að stúdentsprófi og steig aldrei fæti (sem nemandi) inn í þá flatneskjuverksmiðju sem deild íslenskrar tungu og bókmennta við Háskóla Íslands var a.m.k. löngum.

Einhver þekktasta skáldsaga Guðmundar er Kristrún í Hamravík, sögukorn um þá gömlu, góðu konu, sem hann ritaði snemma á Ísafjarðarárum sínum og út kom árið 1933. Á Ísafjarðartímanum ritaði hann einnig Sturlu í Vogum, hið mikla og magnaða verk sem út kom árið 1938.

Guðmundur var fjarri því að vera einhamur maður. Ætla mætti að maður sem vann svo mörg stórvirki í bókmenntum sem hann hefði ekki gert neitt annað. Því fór þó fjarri. Afköst hans á öðrum sviðum voru með þeim hætti, að ætla mætti að hann hefði ekki gert neitt annað. Guðmundur settist að á Ísafirði árið 1929. Nokkru áður hafði hann dvalist í Noregi um þriggja ára skeið, ferðast um landið og flutt erindi um Ísland og íslenska menningu. Á Ísafirði stundaði Guðmundur kennslu en var einnig ritstjóri, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar og var mjög atkvæðamikill og framsýnn á þeim vettvangi. Hann var ötull frumkvöðull nýjunga í atvinnumálum og átti sæti í stjórnum margra fyrirtækja. Guðmundur fluttist frá Ísafirði árið 1946. Hann andaðist árið 1985.

Því skal haldið fram hér, að ekki sé vansalaust hversu litla ræktarsemi Vestfirðingar hafa sýnt Guðmundi G. Hagalín og minningu hans. Þess má geta, að Borgfirðingar sýndu aldarminningu þessa rammvestfirska rithöfundar og athafnamanns verðskuldaðan sóma.

Í Edinborgarhúsinu í dag mun Þröstur Helgason bókmenntafræðingur fjalla um háskólafyrirlestra Guðmundar, Auður Hagalín á Ísafirði, sonardóttir Guðmundar, segir frá lífi hans og störfum og Hrafnhildur Guðmundsdóttir Hagalín og Gunnar Jónsson munu lesa úr verkum hans. Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur fjallar um siglingalýsingar Guðmundar. Safnað hefur verið fjölda ljósmynda frá ferli Guðmundar, mynda sem aldrei hafa birst opinberlega, og verða ýmsar þeirra til sýnis í Edinborgarhúsinu í dag.

Á bókmenntavökunni í Edinborgarhúsinu í dag andar síðan fleiri vestanvindum. Ey-vindur Pétur Eiríksson kynnir eigin skáldverk og skáldin Eiríkur Norðdahl og Inga Dan lesa nokkur af ljóðum sínum. Aðgangur er ókeypis en seldar verða kaffiveitingar.

Dagskráin í heild ber heitið Vestanvindar. Ætlunin er að bókmenntavakan í dag verði hin fyrsta en ekki hin síðasta með því nafni.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli