Frétt

| 23.03.2001 | 07:43Hugvit til útflutnings

Íslenska rannsóknar- og hugbúnaðarfyrirtækið Halo ehf. hefur um nokkurra ára skeið unnið að rannsóknum á sviði haf- og veðurfræði. Í tengslum við það rannsóknarstarf hefur fyrirtækið komið upp háþróuðu tölvukerfi sem sér um rekstur á veðurspárlíkönum og heldur úti veðurspárvefsíðunni theyr.com.
Rannsóknarlíkönin eru að sögn Björns Erlingssonar, forstöðumanns rannsókna og þróunar hjá Halo, þau einu sinnar tegundar í heiminum sem notuð eru á íslenskum veðurspásvæðum og eru aðlöguð íslenskum aðstæðum. Hingað til hefur vefurinn spáð fyrir um veðrið í gjörvallri Evrópu en í dag seilist fyrirtækið inn á Bandaríkjamarkað þegar Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, opnar þjónustuvef fyrirtækisins fyrir Norður-Ameríku.

Björn Erlingsson segir áhuga sendiherrans sýna að mönnum þyki markverkt að í útlöndum sé opnuð þjónusta fyrir heimalandið. Fólk hafi áttað sig á að með hugviti, tækni og framsýni sé hægt að starfrækja fyrirtæki og sækja þjónustu hvar sem er í heiminum. Björn segir nú unnið kerfisbundið að því að auka umsvif fyrirtækisins og opna samsvarandi vefi um Asíu og Afríku.

Halo notast við tölvukerfi sem nær í grunngögn, útreiknaðar veðurspár, frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Viðhald vefjarins er fjármagnað af styrktaraðilum og með ýmiss konar sérþjónustu við úrvinnslu og dreifingu veðurkorta.

Vefurinn er hannaður með því markmiði að leikir jafnt sem lærðir geti haglega nýtt sér þær upplýsingar sem þar er að finna. „Við stóðum frammi fyrir þeirri spurningu strax í byrjun að finna leið til að miðla upplýsingunum. Gríðarlegt magn upplýsinga er framleitt á svona veðurspárlíkönum og sumar eru afar flóknar. Við völdum því að nota fjórar grundvallarbreytur sem fólk skilur í miðlun upplýsinganna, allt stærðir sem fólk hefur tilfinningu fyrir án mælitækja þ.e. vindur, úrkoma, ský og hiti. Þetta má sjá á aðgengilegum línuritum og kortum sem snúast um þessar fjórar breytur“, sagði Björn. Veðurkortin sýna yfirlit um þróun veðurs og veðurhorfur næstu þrjá sólarhringana og eru upplýsingar reiknaðar tvisvar á sólarhring, á miðnætti og á hádegi.

Morgunblaðið.

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli