Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 11.11.2003 | 15:00Gamlir miðlar, nýir tímar

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Miklar sviptingar eru nú í blaðaheiminum. DV, gamalgróið málgagn heildsalastéttarinnar í Reykjavík er orðið að hjáleigu í landi Fréttablaðsins, sem einsog alþjóð veit er í eigu Bónushópsins. Allt gerðist þetta með snöggum hætti, beint fyrir framan nefið á gamla Íhalds-Mogganum, sem einu sinni var blað allra landsmanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þeirri atburðarás, og þeirri spurningu ósvarað hvort réði meiru um úrslit málsins, afskipti nýrra eigenda Landsbankans (sem áttu stærstu skuldir þrotabús DV) eða ellistirðleiki þeirra Moggamanna, sem létu gæsina fljúga hjá á meðan þeir voru enn að skoða sig um í skotfærageymslunni.
Annars hafa miklar sögur gengið síðustu mánuði af fjárhagserfiðleikum DV, Stöðvar tvö og Skjás eins. Jafnframt hefur verið hvíslað um dalandi gengi Morgunblaðsins á meðan Fréttablaðið eykur upplagið og er komið inn á annan hvern vinnustað og heimili, meiraðsegja alla leið hingað vestur á firði. Nú er semsagt DV fallið í hendur Fréttablaðsins og framtíð Stöðvar tvö óráðin. Við bíðum spennt eftir næsta þætti í fjölmiðlaóperunni, um leið og við látum okkur hlakka til að sjá endurfætt DV í höndum Illuga Jökulssonar og Mikaels Torfasonar.

Mikið vatn er nú runnið til sjávar síðan ég lærði að lesa fyrirsagnirnar á Alþýðublaðinu á sjöunda áratugnum. Þá voru dagblöðin hér á landi fimm, og öll þrælpólitísk. Þessa vikuna koma bara út tvö blöð, en verða sennilega aftur þrjú í næstu viku. Um nokkurn tíma hefur það þótt vond latína að fjölmiðlar séu pólitískir. Þó er það nú svo að allir fjölmiðlar sem máli skipta, eða hafa einhver áhrif, eru fullir af pólitík. Þeir eru bara ekki lengur tengdir stjórnmálaflokkum með beinum hætti, og það er trúlega af hinu góða.

Hitt er annað mál, að allir fjölmiðlar eru háðir eigendum sínum, sem berlega kemur í ljós þegar betur er að gáð. Ef Fréttablaðið er skoðað, til dæmis laugardaginn síðasta, má sjá að helmingur allra auglýsingasíðna blaðsins er frá fyrirtækjum Baugs-grúbbunnar: Hagkaup, BT, Office og hvað þau nú heita öllsömul. Auðvitað þurfa þessi fyrirtæki að auglýsa, og hvað er þá betra en gera það í blaði sem borið er inn í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og berst um allt land. Það er ekki verra að sömu eigendur skuli svo eiga blaðið sem auglýst er í.

Manni verður á að hugleiða allt það tekjutap sem Morgunblaðið hefur orðið fyrir vegna uppkomu Fréttablaðsins. Áður urðu allir að auglýsa í Mogganum, hvað sem tautaði og raulaði. Yfirburðir blaðsins voru orðnir svo miklir að það þurfti ekkert að hafa fyrir viðskiptunum. Tekjurnar runnu sjálfkrafa inn. Nú er öldin önnur. Morgunblaðið er ekki lengur sjálfsagt. Það hefur fengið óvænta og harða samkeppni. Og svo virðist sem risinn sé farinn að rumska. Morgunblaðið hefur tekið meiri breytingum síðasta árið, en í heilan mannsaldur þar á undan. Og enn er von meiri breytinga á útgáfu þess. Það segir allt sem segja þarf um stöðuna á dagblaðamarkaðnum.

Við sem ólumst upp við Rás 1 og svarthvítt sjónvarp, sex daga í viku. Alvarlega dagskrá og endalausa tónleika (les: klassíska tónlist) alla daga, nema í tæpan klukkutíma á mánudagskvöldum þegar Lög unga fólksins voru á dagskránni og Óskalög sjómanna á fimmtudögum, þykir stundum nóg um allt framboðið á útvarps- og sjónvarpsefni nú um stundir. Það eru fjórar, fimm eða sex íslenskar sjónvarpsrásir komnar í loftið, og enn fleiri útvörp. Allt er þetta meira og minna gjaldfrjálst fyrir neytendur. Og þá er auðvitað spurt: Hver borgar brúsann? Við borgum jú öll afnotagjöld af Ríkisútvarpinu og margir borga Stöð tvö eða Sýn, en hitt er alltsaman opið fyrir alla og það eru auglýsendur sem borga. Nú virðist sem þeir vilji ekki lengur bara borga reikninginn. Þeir vilja líka hafa hönd í bagga með stjórn fjölmiðlanna. Ráða hverjir stjórna fréttastöðvunum, ráða stefnunni á bakvið tjöldin.

Áður voru það stjórnmálaflokkarnir sem réðu dagblöðunum. Nú eru það stórfyrirtækin sem seilast til áhrifa í fjölmiðlum landsins. Áður réði stórsveit Sjálfstæðisflokksins og atvinnurekendavald landsins tveim vel stæðum og útbreiddum dagblöðum. Nú hefur tekið að molna undan því bjargi. Og alltíeinu hefur Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins komið auga á nauðsyn þess að setja reglur um eignarhald á fjölmiðlum. Er það vegna þess að þeir eru að missa tökin á áhrifamestu fjölmiðlum landsins? Þeir geta þó huggað sig við það um hríð að næstum allir yfirmenn Ríkisútvarpsins eru tryggir flokksmenn, eftir meir en áratugar varðstöðu á þeim bænum. En það getur líka molnað undan því bergi með tímanum. Allt er orðið laust. Og svo heimta litlu íhaldsstrákarnir með silkibindin að ríkisútvarpið verði selt á markaði. „Oss er vandi á höndum“, gæti forysta Flokksins hug

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli