Frétt

| 20.03.2001 | 15:57Eru stjórnmálaflokkar úreltir?

Fréttir hafa borist af því að fólk komi nú saman í Ísafjarðarbæ til að ræða stofnun stjórnmálahreyfingar, sem hyggst bjóða fram við næstu bæjarstjórnarkosningar og jafnvel til Alþingis. Ekki er nema gott um það að segja að fólk komi saman og ræði bæjarmálin. En þar sem 6 stjórnmálaflokkar eða samtök eru nú þegar starfandi innan bæjarfélagsins, sem væntanlega munu flest eða öll bjóða fram við næstu bæjarstjórnarkosningar, má spyrja hvort þörf sé á enn nýjum stjórnmálasamtökum.
Hin hefðbundnu framboð hafa átt í erfiðleikum með að manna fólk á lista sína í mörgun undanförnum kosningum. Jafnvel hafa mörg framboð verið að leita hófanna hjá sömu manneskjunni ef sú hin sama þykir hafa fýsilegt lúkk. Það er eftirtektarvert að á meðan hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar eiga í erfiðleikum með að manna sín framboð skuli fólk koma saman til að ræða um sérframboð.

Fólk er almennt mun ófúsara til að taka þátt í stjórnmálastarfi en áður fyrr. Því veldur meðal annars aukið framboð á hvers kyns afþreyingu, sífellt meiri kröfur til eigin frítíma og breytt verkaskipting kynjanna, sem gerir meiri kröfur til fjölskyldulífs. Þá eru gerðar mun meiri kröfur til þeirra sem í stjórnmálum starfa þar sem samfélagið er orðið opnara, eftirlit fjölmiðla hefur aukist og stjórnsýslan öll orðin flóknari. Áður fyrr voru afskipti af stjórnmálum og þar með sveitarstjórnarmálum jafnframt dægrastytting fólks sem fékk þar sínum félagslegu þörfum fullnægt og hafði dálitið gaman af. Þá voru það reyndar aðallega karlmenn sem tóku þátt í stjórnmálastarfinu.

Annað atriði sem hefur breyst er að fólk er ekki lengur tilbúið, á sama hátt og áður, til að láta segja sér hvað sé rétt og hvað sé rangt. Það lítur ekki lengur á veröldina í svarthvítu. Þess vegna getur fólk fylgt einum stjórnmálaflokki í einu máli en öðrum flokki í öðru máli. Sífellt fleiri mál eru því þverpólitísk. Algengara er orðið að fólk bindist samtökum um eitt ákveðið mál en starfi í öðrum samtökum um annað mál. Svona samtök líða svo undir lok þegar málefnið er gengið yfir. Þetta er án efa ein skýringin á því að fólk vill starfa með óflokkspólitísku bæjarmálafélagi. Önnur skýring sem oft er gefin er að hinir pólitísku fulltrúar standi sig ekki. Það má vera rétt í sumum tilvikum, en einhvern veginn finnst manni ótrúlegt að til lengri tíma litið skuli ævinlega veljast vanhæfasta fólkið í framboð. Af framansögðu má ráða að það er í takt við tímann að fólk stofni samtök um „óháð framboð“. Það er einnig bara gott um að að segja að fólk gefi sér tíma að ræða málefni síns samfélags með formlegum hætti.

Íbúar Ísafjarðarbæjar þekkja vel til óflokksbundinna framboða, bæði við sveitarstjórnarkosningar og til Alþingis. Þessi framboð hafa oft verið skipuð mjög hæfum einstaklingum, sem mikill akkur hefur verið að fá í stjórnmálin. Sumir hafa reyndar starfað þar áður innan einhverra hinna hefðbundu flokka. Einkenni slíkra framboða er gjarnan að þau fara af stað af miklum eldmóði og hafa oft náð góðri kosningu. Þegar á kjörtímabilið hefur liðið hefur vanalega dregið verulega úr starfseminni. Hópurinn á bak við framboðið hefur tvístrast og hinir kjörnu fulltrúar setið einir eftir. Þegar upp var staðið eftir kjörtímabilið hefur sjaldnast verið hægt að sjá þess nokkur merki að viðkomandi framboð hafi verið starfandi. Þótt ekki sé af háum söðli að detta hafa hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar þó sýnt meiri samfellu í starfi og verið sú kjölfestu sem haldið hefur fulltrúalýðræðinu gangandi. Er líklegt að það breytist í bráð?

– Gegnir.

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli