Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 08.11.2003 | 23:17Hið ellihruma Sjónvarp

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Vetrardagskrár sjónvarpsstöðvanna er nú óðum að hellast inn í stofur landsmanna. Það vekur einkum athygli mína hve Ríkissjónvarpið er með staðlaða og gamaldags dagskrá. Það er eins og Sjónvarpið hafi ekki áttað sig á hvað nútímasjónvarp gengur út á. Jafnvel hið uppsoðna ameríska sjónvarp, Stöð 2 hefur stungið Sjónvarpið af hvað þetta varðar. Pop Idol, skyggnilýsingar, Ísland í dag, morgunsjónvarp er meðal efnis sem margur menningarvitinn myndi hrista höfuðið yfir en er þó nútímalegt sjónvarp sem hefur sópað áhorfendum að stöðinni.
Ríkissjónvarpið vaggar hins vegar áfram á olíuöldum ríkisúthafsins í öruggri vissu þess að ekki geti komist leki að bátnum, hvað þá að hann geti sokkið. Gamlir þættir Sjónvarpsins þreytast óðum. Spaugstofan rembist en finnur ekki ferskleika enda erfitt fyrir hóp miðaldra karlmanna að vera fyndnir einu sinni í viku án þess að vera dálítið búralegir.. Þessi fréttastofu uppstilling þeirra virkar ekki heldur. Var ekki einhvern tímann verið að tala um að Sjónvarpið byrjaði á kvennaspaugstofu í stíl við Smack the pony? Það væri svolítið nútímalegt og skemmtilegt. Eða mun Stöð 2 kippa þeirri hugmynd um borð líkt og þeir drógu Egil hrákaldan upp úr íshröngli Skjás eins?

Ekki var ég hrifinn af skiptingu silfursins milli tveggja daga, en Stöð 2 er þó búin að innbyrða Egil og við vitum öll hvað Egill getur á góðum degi. Ég vil þó að hann haldi sig við langan þátt einu sinni í viku. Okkur vantar gáfumannaþætti, langa og djúpa eins og maður sér í frönsku og bresku sjónvarpi.

Hvað er eiginlega að gerast með Kastljós Sjónvarpsins? Þessi þáttur náði aldrei flugi sem skilgreiningaþáttur úr samtímanum eins og Newsnight hjá þeim á BBC2, heldur varð fljótlega að eins konar Spaugstofu fréttastofunnar. Þá voru stjórnendur í góðu skapi. Nú er eins og stjórnendur séu allir í líkfylgd og vilji alls ekki vera lengur með í þessum þætti. Nema Kristján sem ber af í sjarma og gáfum – og þar af leiðandi í spurningum.

Fréttastofan er alltaf jafn fréttatilkynningaleg og eins og vanti allt frumkvæði að ná í fréttir sem allir miðlar hafa ekki fengið fréttatilkynningu um nú þegar. Nýir þættir eins og laugardagshláturþátturinn hans Gísla Marteins er líka ótrúlega gamaldags og orðinn leiðinlegur nú þegar og líkt og Kastljósið auglýsingaþáttur fyrir bækur og tónlistardiska. Hvernig verður þetta eiginlega í desember? Ég er strax farinn að hugsa til myndbandaleiganna með hlýju.Skyldi koma bráðum þáttur hjá Gísla þar sem Bubbi kemur ekki fram í indíanajakka með kögri, jarmandi lögin af nýjasta diskinum sínum? Er Bubbi í áskrift hjá Gísla? Ég hélt að Gísli ætlaði að búa til íslenskan Parkinson.

Parkinson hjá BBC er hins vegar þrælreyndur sjarmabolti á sjötugsaldri með blíðleg augu og þorir að kafa í djúpið með viðmælendum sínum en Gísli fyllist skelfingu ef einhver fikrar sig af hlátursyfirborðinu. Hann verður enginn Parkinson með þessum hætti.

Leiðinlegt að vera með neikvæðar aðfinnslur við þessa vini mína en ég get ekki orða bundist lengur. Ég geri þá kröfu til alls hins góða starfsfólks á RÚV að það geri betur. Því ég veit að það getur gert miklu betur.

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli