Frétt

mbl.is | 04.11.2003 | 15:58Greiðslustöðvun Kaupfélags Árnesinga framlengd öðru sinni

Kaupfélag Árnesinga fékk greiðslustöðvun sína framlengda í morgun til 25. nóvember en hún átti að renna út 31. október. Samkvæmt nýjum útreikningum eru eignir kaupfélagsins metnar á um 1.007.429.000 krónur en skuldir á um 1.452.793.000, en séu ábyrgðir taldar með eru þær um 1.951.705.000 krónur.
Kaupfélaginu var veitt heimild til greiðslustöðvunar til 14. júlí til 1. ágúst og síðan þann dag til 31. október. Í upphaflegum úrskurði kom fram að orsakir fjárhagsörðugleika félagsins mörg undanfarin ár hafi verið tap á reglulegri starfsemi. Ekki hafi verið hugað nægjanlega að því að gera ákveðnar arðsemiskröfur til einstakra þátta í starfseminni eða hætta þeim ella. Þar sem reglulegur rekstur hefði ekki skilað hagnaði hafi hvorki verið greiddar afborganir né vextir af lánum.

Aðstoðarmaður Kaupfélagsins í greiðslustöðvun þess greindi frá því á föstudag fyrir Héraðsdómi Suðurlands er farið var fram á frekari greiðslustöðvun að hækkun áætlaðra skulda frá því beiðni um greiðslustöðvun var fyrst sett fram þann 14. júlí sl., megi fyrst og fremst rekja til ábyrgða skuldara sem ekki höfðu verið bókfærðar og voru án vitundar stjórnar.

Tekið var fram að þessar skuldir hafi ekki verið viðurkenndar. Þá hefðu kröfuhafar á greiðslustöðvunartímanum reiknað út kröfur með fullum dráttarvöxtum og sumar þeirra hefðu verið reiknaðar fram yfir frestdag. Þá hafi innheimtuþóknun bæst við kröfurnar.

Um helmingur eigna Kaupfélags Árnesinga hefur verið seldur á greiðslustöðvunartímanum. Þær fasteignir sem eru óseldar eru sagðar flestar í leigu og skili fullnægjandi arði. Verðmætamat fasteigna félagsins hefur verið lækkað um 168 milljónir króna, verðmætamat hlutabréfaeignar verið lækkað um 31 milljón króna og verðmætamat skuldabréfaeignar verið lækkað um 23 milljónir króna.

Aðstoðarmaður kaupfélagsins sagði að eftir væri að afstemma bókhald, innheimta viðskiptakröfur og kanna ráðstöðvanir sem gerðar hafi verið á síðastliðnum 6-24 mánuðum með tilliti til riftanleika þeirra. ennfremur ætti eftir að kanna endanlegar launaskuldbindingar félagsins og hvaða ábyrgðarskuldbindingar framkvæmdastjóri félagsins undirritaði fyrir hönd skuldara með vitund og vilja stjórnar, hverjar hefðu verið samþykktar eftir á og hverjar hefðu verið gerðar í heimildarleysi. Fengist greiðslustöðvunin framlengd út nóvember yrði tíminn notaður til að ljúka þessum verkefnum.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli