Frétt

kreml.is – Sigurður Pétursson | 01.11.2003 | 23:13Vestfirðingar snúa þróuninni við!

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Vestfirðingum hefur fækkað ár frá ári síðasta áratug. Sjötti hver íbúi hefur flutt í burtu úr landshlutanum á þessum eina áratug. Það er mesti fólksflótti á einum áratug. Margir álíta, einkum þeir sem búa sunnan Hvalfjarðar, að þessi þróun sé óhjákvæmileg, óumbreytanleg og jafnvel eðlileg. Ekkert er fjarri lagi. Fækkun íbúa á Vestfjörðum er afleiðing rangra ákvarðana, fyrst og fremst í stjórnmálum.
Á Vestfjörðum er samfélag sem býr að ríkum hefðum, sterkri sjálfbjargarviðleitni og rótgróinni menningu. Hér hefur fólk búið í þúsund ár og lifað af landi og sjó. Nytjað auðlindir héraðsins, einkum þó fiskimiðin undan landi. Á Vestfjörðum voru fyrst tekin stór framfaraskref inn í öld seglskipa og vélskipa, á undan öðrum héröðum. Þar var byggt á aðstæðum og þekkingu sem skapaðist við samspil samfélags og náttúru. Sjávarútvegur hefur ætíð verið aðalbjargræðisvegur Vestfirðinga.

Hvað er það sem gerðist á síðasta áratug 20. aldar sem breytti þessu? Það sem gerðist var að Vestfirðingum var meinað að nýta sér það forskot sem nálægðin við gullkistu hafsins, fiskimiðin, hafði gefið þeim um hundruð ára. Stjórnvöld settu reglur á reglur ofan sem tóku frumburðarréttinn frá Vestfirðingum. Og ekkert bendir til þess að þeir sem með völdin fara ætli sér að snúa af þeirri leið. Fjármálakerfi landsins og stjórnkerfi er orðið svo rígneglt í fjötra rangláts og spillts fiskveiðikerfis, að enginn mannlegur máttur virðist geta rönd við reist. Og á meðan heldur fólk áfram að flytja frá Vestfjörðum. Fók sem gjarnan vildi búa hér áfram, en fær ekki tækifæri til þess. Það neyðist til að fara þegar búið er að taka afkomumöguleikann, atvinnutækifærin og framtíðartrúna burt. En það er hægt að snúa dæminu við, ef vilji er fyrir hendi. Og það eru meiraðsegja tvær leiðir til.

Áður en kemur að því þarf að taka eitt fram. Til að marka braut í búsetumálum, hvort heldur til að veikja eða styrkja svæði þarf aðgerðir stjórnvalda að koma til. Það er reyndar svo að stjórnvöld þurfa alltaf að koma að stærri málum í nútíma samfélagi. Þar er ég ekki að tala um brauðmolaölmusur eða sértæka aðstoð við máttfarin fyrirtæki, einsog flestir stjórnmálamenn hafa verið uppteknir við, þegar vandi landsbyggðarinnar hefur verið annars vegar. Ég er að tala um almennar reglur og áherslur; stefnumörkun og pólitískar ákvarðanir til langs tíma. Ákvörðun eins og þá að byggja upp háskóla á Akureyri þar sem nú stunda nám á annað þúsund nemenda. Ákvörðun eins og þá að styðja við uppbyggingu Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík sem skapað hefur hundruði starfa. Eða ákvörðun eins og að hefja byggingu orkuvers og álvers á Austurlandi. Allt eru þetta stórpólitískar ákvarðanir sem teknar hafa verið af stjórnvöldum og valdið straumhvörfum í þróun atvinnu og byggðar í þremur landshlutum. Og nú ætti röðin að vera komin að Vestfjörðum.

Nú er það ekki víst að allir vilji taka þátt í því að styrkja byggð á Vestfjörðum. Það búa ekki nema tæpar átta þúsund manneskjur á svæðinu. Margir óupplýstir hrokagikkir hafa látið sér um munn fara orð í þá veru að best væri að flytja þá alla í eitt úthverfa höfuðborgarinnar. Það geta aðrir séð um að veiða fiskinn þeirra! Og það er það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum. Miðin undan Vestfjörðum nýtast að stærstum hluta öðrum landshlutum, jafnvel þó einföldustu menn geti séð að það væri hagkvæmara og happadrýgra fyrir þjóðina að nýta nálægð landshlutans við fiskimiðin. Og þar er komin fyrri leiðin til að endurreisa Vestfirði: Kollvarpa núverandi fiskveiðistjórnarkerfi og taka upp stjórnkerfi sem byggist á jöfnum aðgangi að miðunum og hagkvæmastri nýtingu fiskistofnana. En á meðan þeir flokkar sem nú hanga saman í ríkisstjórn munu ráða, er borin von til þess að nokkuð breytist í þessa veru á næstu árum. Það verður að bíða enn um sinn.

En á meðan við bíðum eftir því að núverandi kvótakerfi gengur sér endalega til húðar, ættu Vestfirðingar allir að geta sameinast um annað. Það er sú leið sem við verðum strax að einhenda okkur í, og knýja allir sem einn á um stuðning yfiravalda, rétt eins og þau gerðu fyrir aðra landshluta: Að gera Vestfirði að miðstöð rannsókna og menntunar á sviði hafrannsókna, fiskifræði og umhverfis. Hvar annarsstaðar ætti slík miðstöð að vera? Á Vestfjörðum er allt sem slík starfsemi þarf á að halda og auk þess umhverfi og samfélag sem heillað getur marga:

1. Náttúruauðlindir: Auðug fiskimið, fjölbreytt lífríki í hafinu.

2. Verkþekking og þjó

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli