Frétt

| 16.03.2001 | 11:33Óvirðing við landsbyggðina að Reykvíkingar einir fái að kjósa um flugvöllinn

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur að þær kosningar um Reykjavíkurflugvöll sem fram fara á morgun, 17. mars, séu aðför að landsbyggðinni. Reykjavíkurflugvöllur er grundvöllur innanlandsflugsins og verði hann aflagður og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur, er verið að skerða með áhrifamiklum hætti aðgang landsmanna að þjónustu höfuðborgarinnar. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Fjórðungssambandsins hefur sent frá sér.
Þar segir einnig: „Nú eiga kosningarnar allt í einu að snúast um skipulag borgarinnar og byggingarland, en látið er sem það hlutverk sem Reykjavíkurflugvöllur hefur, sé léttvægt og allt eins geti sú þjónusta farið fram annars staðar, öllum að skaðlausu. Þetta er alrangt. Reykjavíkurflugvöllur er öryggisventill sjúkraflugsins frá landsbyggðinni. Hann er tenging landsins alls við þjónustu höfuðborgarinnar. Við stóru sjúkrahúsins og við höfuðstöðvar stjórnsýslunnar. Með flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur sem er eini raunhæfi kosturinn ef flugvöllurinn verður aflagður er verið að lengja sjúkraflutning og verið að skapa verulegt óhagræði fyrir atvinnulíf og stjórnvöld í landinu, utan Reykjavíkur.

Öll rök mæla með því að flugvöllurinn verði staðsettur áfram í Vatnsmýrinni. Þau rök eru þessi: Það er loksins verið að endurbyggja brautirnar sem löngu var tímabært. Allar úttektir sem gerðar hafa verið á starfsemi flugvallarins sýna verulega hagkvæmni á þessum stað en lakari í Keflavík. Veðurskilyrði til flugs til að nýtingahlutfall sé eins og best verður á kosið er fullnægjandi í Vatnsmýrinni. Búið er að ákveða að byggja æfingaflugvöll utan Reykjavíkur, sem fækkar mjög snertilendingum og æfingaflugi. Þar með er dregið úr hávaðamengun og áhættu, en jafnframt er haldið þeim störfum innan borgar, sem völlurinn skapar. Nýjar tillögur um flugvallarstæðið minnka það úr 140 hekturum í 100 hektara, og þar með fær borgin aukið landrými. Auk þess á ríkissjóður stóran hluta þess lands í Vatnsmýrinni en ekki Reykjavík.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga telur einnig að með því að gefa Reykvíkingum einum möguleika á að kjósa um Reykjavíkurflugvöll sé verið að sýna öðrum landsmönnum óvirðingu. Hvar miðstöð innanlandsflugsins er staðsett er miklu frekar mál landsbyggðarinnar en Reykvíkinga og ekki síður mál Kópavogsbúa, Garðbæinga og annarra á höfuðborgarsvæðinu, en Reykvíkinga. Að tala um lýðræði í sambandi við þessar kosningar er öfugmæli. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga væntir þess að skynsemin sigri í þessum kosningum og þeir mörgu sem vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, með breyttu og bættu fyrirkomulagi, láti verulega til sín heyra.“

bb.is | 26.09.16 | 09:37 Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með frétt Dr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli