Frétt

mbl.is | 28.10.2003 | 00:10Gagnagrunnur um forystufé

Nú er komin af stað upplýsingasöfnun um forystufé sem miðar að því að ná saman eins miklum ætternisupplýsingum um þennan stofn og hægt er. Íslenskt forystufé er einstakur fjárstofn og ekki eru heimildir um erlend fjárkyn með sambærileg einkenni, að því er fram kemur á heimasíðu Bændasamtakanna. Þar segir að sérstaða forystufjár liggi í sérstökum hæfileikum þess og vitsmunum, sem koma m.a. fram í forystueðli og einstakri ratvísi. Forystufé var afar mikils metið fyrr á tímum, sérstaklega þegar fé var beitt á vetrum en þá var oft nauðsynlegt að geta náð fé í hús undan veðrum með stuttum fyrirvara.
Á seinni árum hefur notagildi forystufjárins minnkað með breyttum búskaparháttum þar sem sauðfé er nú nær allt á húsi allan veturinn. Stofninum hefur þó verið haldið við, yfirleitt þannig að bændur eiga fáeinar forystukindur í hjörðinni.

Til þess að styrkja viðhald forystufjárins hafa sauðfjársæðingastöðvarnar verið með forystuhrúta um árabil og hefur notkun þeirra verið veruleg. Töluverður áhugi er á því meðal fjáreigenda að viðhalda stofninum og hefur verið stofnað sérstakt áhugamannafélag Forystufjárræktarfélag Íslands.

Í úttekt Lárusar Birgissonar á forystufénu árið 1993 kom fram að áætlaður fjöldi forystukinda var þá ríflega 900 hreinræktaðar forystukindur og tæplega 500 blendingar. Notkun sæðinga hefur haft mikil áhrif á stofninn þar sem færri bændur halda eigin forystuhrúta og nota sæðingar í staðinn. Þessi þróun hefur því sennilega valdið vaxandi skyldleikarækt í stofninum.

Til þess að geta staðið vel að því að varðveita forystufjárstofninn er nauðsynlegt að koma upp tæmandi skýrsluhaldi yfir hann ásamt gögnum um öll ættartengsl sem hægt er að nálgast. Þannig yrði til heildstætt yfirlit yfir allt forystuféð. Í framhaldi af því væri hægt að gera ræktunaráætlun sem miðaði að því að halda stofninum við á sem breiðustum erfðagrunni til langs tíma og koma í veg fyrir of mikla skyldleikarækt. Forsenda þessa er að upplýsingar fáist frá öllum þeim sem halda forystufé í landinu. Söfnun þeirra fer fram í tengslum við lokaverkefni Sigríðar Jóhannesdóttur við búvísindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hún hefur þegar hringt í fjöldann allan af bændum og þeir hafa margir hverjir þegar komið upplýsingum til hennar. Sigríður mælist til þess að menn hafi samband við hana til þess að gagnabankinn gefi sem gleggsta mynd af þeim forystufjárstofni sem til er.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli