Frétt

mbl.is | 26.10.2003 | 11:07Brjóstakrabbi er ekki alltaf áþreifanlegur

Íslenskar konur hafa oftrú á að þreifing brjósta sé nægileg til að finna hvort þar leynist krabbamein og fara því síður í hópleit hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þetta segir Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu. ,,Staðreyndin er sú að rúmur helmingur af krabbameini sem við finnum í hópleitinni er ekki áþreifanlegur. Í þessum helmingi er meirihluti minnstu meinanna þar á meðal forstig krabbameins sem eru um 20% alls sem finnst." Liðlega 60% íslenskra kvenna sem fá boð um röntgenskoðun á brjóstum nýta sér hana. Þetta hlutfall er yfir 80% í Svíþjóð og í Finnlandi. Baldur segir að mætingin sé yfirleitt mjög góð hjá konum úti á landi. ,,Það sem er okkar Akílesarhæll eru stóru þéttbýlin; höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Akureyri. Reykvískar konur eru til dæmis með aðeins 58% mætingu," segir Baldur og bætir við: "Þær mæta margar mjög óreglulega, kannski á 3-5 ára fresti eða jafnvel sjaldnar." Í Svíþjóð og Finnlandi er konum úthlutað mætingartíma í fyrsta bréfi. Baldur bendir á að það sé nokkuð dýr leið, að taka frá tíma ef þær mæti ekki. Hér panti konur því tímann sjálfar þegar þær fá bréf.
Árum saman hafi mikið verið talað um ættgengi brjóstakrabbameins, því telji konur sig öruggar hafi það ekki greinst í nánum ættingja. "Um 85% kvenna sem fá krabbamein eiga hins vegar ekki slíka ættingja. Þarna er því mikill misskilningur á ferð."
Hræðsla gagnvart pressunni sem notuð sé við leitina hafi hugsanlega fælt konur frá. Í dag séu þessi tæki miklu betri en áður tíðkaðist, hámarksþrýstingur sé minni og tekið sé tillit til þess ef konan er mjög aum í brjóstum. Geislunarhræðsla sumra kvenna fæli einnig frá. "Þeir skammtar sem við notum eru hins vegar langt undir því sem við vitum að getur valdið krabbameini í brjóstum," segir Baldur. "Tugmilljónir kvenna fara í hópleitarrannsóknir á ári hverju í 25 löndum í heiminum. Heilbrigðisyfirvöld myndu aldrei leyfa það ef það væri teljandi geislunarhætta."

Það sem eykur á hræðslu kvenna við hópleit séu hugsanlega einnig fréttir um erlendar rannsóknir, þar sem haldið er fram gagnsleysi eða jafnvel skaðsemi brjóstamyndatöku, sem eigi sér engar stoðir eða séu byggðar á misskilningi og þekkingarleysi. "Þær geta valdið miklum skaða, því erfitt er að leiðrétta þær," segir Baldur. "Hlutfallsleg lækkun á dánartíðni kvenna vegna sjúkdómsins er þvert á móti betur sönnuð en margt annað í læknisfræði og sýnir gagnsemi hópleita," segir Baldur að lokum og hvetur konur, sem hafa látið hjá líða að fara í skoðun að panta tíma.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli