Frétt

| 14.03.2001 | 10:34Andúð á landsbyggðinni og skerin löngu

Eftir rúma tvo daga ætlar borgarstjórn vinstrimanna í Reykjavík íbúum höfuðborgarinnar að ganga til kosninga um sérstakt óskabarn sitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, talsmaður safnaðarins, hamast nú við tvennt. Hið fyrra er að telja Reykvíkingum trú um að þeim komi hagur landsbyggðarinnar ekkert við. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík skal í burt með góðu eða illu. Til þess er áróðurinn og kosningarnar. Loks vaknaði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til vitundar um skyldu sína og vakti athygli landsmanna á því að Reykjavík væri höfuðborg Íslands, þar sæti Alþingi íslendinga og ríkisstjórn. Það voru svo sem engin ný tíðindi. En einmitt hér á þessum vettvangi hefur verið vakin athygli á því hve sjálfhverf stefna Ingibjargar Sólrúnar og hennar liðs er í þessu máli. Þetta fólk varðar ekki hætis hót um það hvort og hvernig aðrir Íslendingar komast til höfðuborgarinnar, sem flestir landsmenn hafa óumdeilt viðurkennt sem slíka, hingað til.

Nú skal reitt hátt til höggs og brúkað tækifæri til þess að prófa kosningakerfi LínuNets á kostnað skattborgara í leiðinni. Það mál eitt og sér lyktar af pólitískri misnotkun almannafjár undir yfirskyni lýðræðis. Fáum hefur tekist betur upp í lýðskruminu en talsmönnum þessarar undarlegu kosningar um framtíð flugvallarins. Vonandi bera Reykvíkingar gæfu til þess að skilja mikilvægi þess að samgöngur til og frá Reykjavík verði góðar og öruggar. Vonandi fella þeir tillögu borgarstjórans um brottflutning flugvallarins. Það væru mátulegar lyktir þessarar tillögu, sem á rætur að rekja tvo áratugi aftur í tímann, til upphafs póltísks ferils Ingibjargar Sólrúnar. Getur nokkur maður tekið mark á borgarstjóra, sem skrifar undir samning við samgönguráðherra og rýkur svo beint í kosningar til þess að sýna stuðningsmönnum sínum, sem voru henni ósammála, að engin alvara búi að baki, heldur sýndarmennskan ein saman.

Hún sýnir reyndar Reykvíkingum og landsmönnum öllum, að sá háttur gildi í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að þar viti vinstri höndin ekki hvað sú hægri geri. Hægt er að gagnrýna minnihlutann fyrir ýmislegt, kannski mest fyrir það að þar eru innan borðs í þessu máli menn sem eru hallir undir lýðskrumið. Þeir hafa ekki staðið saman. Sumir hafa komið með óraunhæfar hugmyndir um flutning vallarins út í Engey, nú eða út í Skerjafjörð. Menn hinna löngu skerja eiga ekkert betra skilið en að steyta á þeim. Borgarstjórinn í Reykjavík er í stríði við ríkisstjórnina og forvera sinn í stóli borgarstjóra, Davíð Oddsson. Eitt er þó ljóst. Felli borgarbúar, sem eiga einir að fá að segja álit sitt, brottflutning Reykjavíkurflugvallar á Ingibjörg Sólrún aðeins einn kost í stöðunni. Hann er sá að segja af sér. Borgarstjórinn, sem tekur ekki undirskrift sína hátíðlegar en svo, að þegar blekið er að þorna á samþykki hennar fyrir framhaldi flugvallar í Vatnsmýrinni, leggur ofurkapp á að fá niðurstöðunni breytt undir yfirskini lýðræðis, á ekkert annað skilið en steyta á Lönguskerjum.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli