Frétt

bb.is | 21.10.2003 | 11:02Strandamenn gera alvarlegar athugasemdir við orð biskups

Frá Galdrasýningunni á Ströndum.
Frá Galdrasýningunni á Ströndum.
Aðstandendur Galdrasýningarinnar á Ströndum eru mjög sárir biskupi Íslands og saka hann um vanþekkingu. Þeir bjóða honum að skoða sýninguna svo hann sjái með eigin augum það sem þar fer fram. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Biskup Íslands gagnrýnt að undanförnu ýmsar sýningar þar sem fjallað er m.a. um drauga og galdra. Af því tilefni hafa Magnús Rafnsson stjórnarformaður Strandsgaldurs, Sigurður Atlason framkvæmdastjóri og Jón Jónsson þjóðháttarfræðingur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:
„Biskup Íslands hefur séð ástæðu til að bendla Galdrasýningu á Ströndum við það sem hann nefnir „hin myrku öfl“ og haft er eftir honum í blaðaviðtali að Strandamenn geri „galdrabrennur og kukl að skemmtiefni fyrir ferðamenn“.

Okkur sem að sýningunni stöndum þykja þetta undarlegar fullyrðingar og einkennast öðru fremur af fákunnáttu um markmið Galdrasýningarinnar og tilgang. Þegar sú frétt barst út fyrir aldamótin 2000 að Strandamenn hyggðust minnast atburða 17. aldar og þeirrar þjóðtrúar sem taldi þá hafa verið öðrum fjölkunnugri bar stöku sinnum á fordómum af þessu tagi. Einstaka maður taldi réttast að forðast alla umfjöllun um það sem ámælisvert getur talist í fortíðinni og aðrir óttuðust að eitthvað gæti jafnvel verið til í hinum fornu fræðum og því væri rétt að láta kyrrt liggja. Þessar raddir þögnuðu þó jafnskjótt og fólk heimsótti sýninguna eða kynnti sér vef hennar, www.vestfirdir.is/galdrasyning, því þar kemur berlega í ljós að hvorki er verið að kenna galdur eða skemmta fólki með brennum og kukli.

Galdrasýningin er sögusýning með það að markmiði að draga saman vitneskju um sögu sautjándu aldar og þjóðtrú á Íslandi með fræðilegum aðferðum og miðla henni til almennings. Við teljum okkur hafa sinnt verkefninu af heilindum hvort sem um er að ræða uppsetningu sýningarinnar eða annað útgefið efni, svo sem margmiðlunardisk og Angurgapa, bók um galdramál á Íslandi sem styrkt var af Kristnihátíðarsjóði og kom út nú í sumar. Auk þess er óumdeilt að menningarverkefni af þessu tagi hafi jákvæð áhrif á byggðaþróun með því að styrkja ferðaþjónustu og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Þetta hefur sannað sig á Ströndum og okkur sárnar mjög að þessi starfsemi og vinna með menningararf þjóðarinnar sé kennd við lágkúru. Aðstandendur Galdrasýningar á Ströndum hafa hingað til ekki haft áhyggjur af ranghugmyndum þeirra sem ekki hafa kynnt sér verkefnið. Það truflar okkur ekki þótt einhverjar nýaldarnornir haldi að á Ströndum sé kennt fornt kukl, en öðru máli gegnir þegar æðsti maður íslensku þjóðkirkjunnar dæmir verk okkar opinberlega, augljóslega af vanþekkingu.

Okkur er því ljúft að bjóða biskupi í heimsókn á Galdrasýningu á Ströndum og viljum gjarnan kynna verkefnið í heild sinni fyrir honum, þegar hann á leið um Strandir.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli