Frétt

| 13.03.2001 | 06:42Einkamál borgarbúa?

Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, ritar grein í Morgunblaðið í dag og fjallar um atkvæðagreiðslu Reykvíkinga um samgöngur landsmanna við Reykjavík, sem er m.a. stjórnsýslumiðstöð Íslendinga og aðsetur fullkomnustu læknisþjónustu landsins. Þar má nefna Landspítalann - háskólasjúkrahús. Sérstaklega skal minnt á nafnið Landspítali og fullt nafn þess háskóla sem um ræðir - Háskóli Íslands. Ólafur Helgi segir m.a.:

Höfuðborgum fylgir stjórnsýsla og margs konar athafnasemi, eðli málsins samkvæmt. Vegna forystuhlutverks Reykjavíkur er þangað margt að sækja. Óskiljanlegt er að stjórnendur borgarinnar vilji gera öðrum þegnum íslenzka lýðveldisins sóknina til hennar erfiðari. Verði lyktir máls þær að Reykjavíkurflugvöllur víki ætti að fylgja tillaga borgarstjórnar um að byggt verði myndarlega yfir stjórnsýslu íslenzka ríkisins í Keflavík.
– – –

Öflugustu talsmenn þess að flugvöllurinn víki hafa sýnilega ekki reynslu af því að fljúga innanlands. Þeir þekkja ekki þörfina á sjúkraflugi, vissuna um að skömmu eftir lendingu verði sjúklingur kominn í sjúkrahús, eða óþægindin af bið og ferðum til og frá flugvellinum hamli veður flugi. – – – Umræðan um framtíð vallarins vekur ekki vonir um að þjóðin standi heil og óskipt um hag sinn. Greiðar samgöngur eru grundvöllur einingar fámennrar þjóðar í stóru landi.

Að lokum vekur það furðu margra að vart var blekið þornað á samningi borgarstjóra og samgönguráðherra um brýna uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar er tillagan kom fram. Hagsmunum fjölmargra Íslendinga, sem háðir eru flugi til og frá Reykjavík, er lítill virðing sýnd, að því er bezt verður séð vegna skilningsleysis ráðandi fulltrúa í borgarstjórn. Verði efni tillögunnar að veruleika er engum greiði gerður með nýjum flugvelli í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Á slíku tali er ekki mark takandi.

– – –

Borgarstjórn Reykjavíkur telur það einkamál borgarbúa hvort flugvöllurinn fari eða veri. Því er ekki annar kostur en að skora á alla kosningabæra Reykvíkinga að taka þátt í kosningunni 17. marz nk. og velja að flugvöllurinn standi áfram í Vatnsmýrinni.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli