Frétt

Jóhann Ársælsson alþm. | 17.10.2003 | 16:17Eyðibyggðastefnan

Jóhann Ársælsson alþingismaður.
Jóhann Ársælsson alþingismaður.
Stjórnvöld hafa afhent útgerðarmönnum einum jafngildi eignarréttar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Síðan hefur fjöreggjum sjávarbyggða og sérstaklega þeirra minni verið kastað milli byggðarlaga með afdrifaríkari hætti en áður var mögulegt. Hlutafjárvæðing útgerðarfyrirtækja hefur svo margfaldað möguleikana á samþjöppun veiðiréttar og fyrirvaralausum flutningi veiðiheimilda frá einu byggðarlagi til annars.
Atburðir af þessu tagi hafa gerst og þeir vofa yfir á ýmsum smærri stöðum um þessar mundir. Eftir sitja íbúarnir í verðlausum húsum sínum og atvinnulausir. Grundvöllur til að stofna ný fyrirtæki í sjávarútvegi er nánast enginn. Möguleikar til að koma af stað annarri atvinnustarfsemi í þessum sérhæfðu fiskiþorpum hafa reynst afar takmarkaðir líka.

Þessar staðreyndir valda því að fólkið missir trúna á framtíð smærri sjávarbyggða og flytur burt. Þetta er eyðibyggðastefna sem sannanlega virkar.

Og nú þýðir ekki að halda því fram lengur að menn viti ekki hvernig hún virkar. Það er kominn tími til að þeir sem styðja þessa stefnu viðurkenni að eignarhald veiðiréttarins hefur þessi áhrif. Það sviptir byggðirnar grundvellinum sem skóp þær, hagræðinu af nálægð fiskimiðanna.

Svikin loforð

Það er búið að ákveða að svíkja kosningaloforðið um línívilnun sem átti að koma smáum byggðum til góða strax í haust. Áhrifamiklum útgerðarmönnum líkar nefnilega ekki hugmyndin. Þeir hafa reiknað út hvernig veiðiheimildir muni gufa upp og störf tapast.

Það er þess vegna ástæða til að vekja athygli á því, að jafnvel þó þeir hefðu reiknað rétt er sú tilfærsla smámunir, eins og hornsílið í samanburði við hvalinn, þegar haft er í huga hvaða kvótatilfærslur Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson gætu dundað sér við á einu síðkveldi í Austurstrætinu.

Eðli eignarkvótans

Ég er einn af þeim sem hafa í mörg ár varað við eðli þessa fyrirbrigðis, þ.e. að afhenda auðlind, sem við eigum sameiginlega, til skilgreinds hóps, banna öðrum aðganginn en gefa þeim útvöldu rétt til að selja aðgang að henni. Lögin sem eru í gildi gera örfáum útgerðum mögulegt að „eignast“ Íslandsmið á einni nóttu. Á einu eftirmiðdegi væri hægt að flytja allan veiðirétt (nema trillukvótann) af grunnslóðaflotanum út á togara.

Er eitthvert vit í þessu? Þessir möguleikar hafa verið fyrir hendi. Þeir hafa verið notaðir og það kemur að því að þeir verða notaðir í enn stærri stíl. Það að stór sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki lagt enn fleiri byggðarlög í eyði en raun ber vitni er vegna þess að stjórnendur þeirra óttast pólitískar afleiðingar þess.

Óttast um kvótakerfið

Þurfa menn endilega að sjá stórslys til að þessari stefnu verði breytt? Atburðir síðustu vikna hafa örugglega fengið einhverja, sem hafa talið sig og sitt byggðarlag „öruggt“ eða jafnvel hafa grætt á þessu fyrirkomulagi, til að leiða hugann að því hvort þessar leikreglur eigi að gilda um alla framtíð.

Sú óvissa sem nú vofir yfir vegna eignarhaldsins á fiskinum í sjónum gæti nýst til að leiða menn í skilning um eðli vandans og að þessu fyrirkomulagi þarf og verður að breyta. Nú skiptir mestu að Samfylkingin hafi af fyllsta harðfylgi forystu um þá kröfu að horfið verði frá eyðibyggðastefnunni.

– Jóhann Ársælsson,
þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli