Frétt

Kreml - Svanborg Sigmarsdóttir | 13.10.2003 | 08:17Páfinn notar ekki smokka

Í liðinni viku bárust þau boð frá Páfagarði um víða Afríku, að notkun smokka kæmi alls ekki í veg fyrir HIV-smit. Nú eru það engin tíðindi að æðstu menn kaþólsku kirkjunnar séu á móti getnaðarvörnum öllum, nema þeim sem fela það í sér að telja daga, mæla hitastig og að halda sig í hæfilegri fjarðlægð frá einstaklingum af hinu kyninu. Aðrar aðgerðir til að hindra samruma fruma er kirkjunni ekki þóknanleg. Það hafði þó verið trú ýmissa sem hafa áhyggjur af útbreiðslu eyðni í heiminum, að Páfagarður væri aðeins að mildast í þessum efnum. Þess merki hafa t.d. sést í Mið- og Suður-Ameríku, sem er að stórum hluta kaþólsk. Þó vissulega sé það sérstaklega áberandi hjá þeim hópum sem menntaðri eru.
Að segja að eyðni sé vandamál í Afríku gæti talist til lítilsvirðingar ársins. Samkvæmt tölum UNAIDS eru nú tæplega 30 milljónir manns aðeins í Afríku sunnan Sahara HIV- eða eyðnismitaðir. Talið er að þrjár og hálf milljón manns hafi smitast af HIV-veirunni á síðasta ári – einungis á því svæði. Rúmlega fjórðungur allra fullorðinna einstaklinga í Botswana, Lesotho, Swaziland og Simbabwe eru smitaðir.

Þetta er á svæðum sem fátækt er mikil og menntun er lítil. Þeir sem eru smitaðir hafa ekki efni á lyfjum til að halda veirunni niðri. Fólk fer ekki á heilsugæsluna til að athuga hvort þau séu HIV-smituð, jafnvel á þeim svæðum þar sem nægjanleg heilsugæsla er til staðar, því smánin við það að vera smitast er of mikil. Þekkingarskorturinn kemur fram í því að rannsóknir sýna æ ofan í æ að fólk veit ekki hvernig það smitast af HIV-veirunni, stjórnvöld sumra landa hafa reynt að koma í veg fyrir fræðslu um eyðni og jafnvel haldið því fram að eyðni sé ekki til – þetta sé einungis búið til af hvíta manninum til að enn á ný halda hinum stolta, svarta manni niðri. Þar sem þekkingarskorturinn er mikill, fær hjátrúin að grassera, eins og í hugmyndum svo sem þeim að maður læknist af eyðni með því það stunda kynlíf við hreina mey.

Páfagarður hefur nú ítrekað afstöðu sína – með þekkingarskortinum og hjátrúnni; með með dauðanum gegn lífinu. Í yfirlýsingu þeirra í vikunni (og staðfest var að kom frá Páfagarði) var því haldið fram að smokkurinn væri engin vörn gegn HIV-smiti. Röksemdir kardinála og presta eru þær að á smokkum séu örlítil göt sem hleypi veirunni í gegn. Smokkurinn er sem sagt nægjanlega þéttriðinn til að koma í veg fyrir að örsmáar sæðisfrumur nái sínu teleólógíska endamarki, en ekki nægjanlega svo til að koma í veg fyrir að þessar útsmognu HIV-veirur finni sér ekki leið.

Ábyrgðarleysi kaþólsku kirkjunnar í þessu máli er algjört. Mikið forvarnarstarf er í gangi í Afríku, m.a. til að fræða fólk um notkun smokksins til að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV-veirunnar. Hvernig á fólk að taka slíka kennslu alvarlega þegar æðstu menn trúarsamtaka þeirra halda því fram að smokkurinn sé bara ekki nytsamlegur til þessara nota?

Hér á Íslandi hlær fólk að svona yfirlýsingum Páfagarðs – á milli þess sem það leggur við eyrun þegar páfinn segir eitthvað um frið eða annað það sem við getum öll sammælst um. Þá fyrst viðurkennum við að þessi æðsta stofnun kaþólsku kirkjunar hafi einhver áhrif og völd í heiminum. Af hverju hafa íslensk stjórnvöld ekki mótmælt þessari forheimsku sem fram kom í þessari yfirlýsingu? Er það af virðingu við páfa sem er á grafarbakkanum? Eða af virðingarskorti við milljónir Afríkubúa sem deyja vegna eyðni á ári hverju?

Vefritið Kreml

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli