Frétt

| 08.03.2001 | 15:50Fimm menn fá löggildingu sem blikksmíðameistarar í Bolungarvík

Umhverfismálaráð Bolungarvíkur samþykkti á síðasta fundi sínum löggildingu fimm manna sem blikksmíðameistarar í Bolungarvík. Blikksmiðir þessir eru allir búsettir á Reykjavíkursvæðinu og hafa löggildingu sem meistarar þar. Ástæðan fyrir þessari sérkennilegu umsóknahrinu er ekki sú, að blikksmiðir hafi nú allt í einu í hyggju að flykkjast að sunnan og setjast að í Bolungarvík. Hins vegar eru blikksmiðir um þessar mundir að sækja um löggildingu um land allt, sumir á meira en sextíu stöðum á landinu.
„Þetta er stórmál fyrir okkur“, segir Jón Jóhannsson hjá Blikksmiðjunni Vík í Kópavogi, en fyrirtæki hans sótti um löggildingu í Bolungarvík fyrir þrjá blikksmíðameistara sem þar starfa. „Með samningi milli Samtaka iðnaðarins og umhverfisráðuneytisins er í rauninni verið að taka réttindin af iðnaðarmönnum sem hafa verið meistarar og hafa fram að þessu fengið að skrifa upp á verk. Samtök iðnaðarins klúðruðu þessu algerlega fyrir okkur og reglugerð var skellt á. Með henni er verið að skikka þessa menn, sem hafa verið að skrifa upp á verk og haft til þess réttindi, til að fara á 40 tíma námskeið og borga fyrir það 70 þúsund krónur á mann, eða þá að fara í meistaraskóla.

Kerfið var þannig og hefur verið um tugi ára, að menn útskrifuðust sem sveinar og unnu síðan um tíma þangað til þeir gátu sótt um og fengið meistarabréf. Nú er það ekki hægt lengur heldur verða allir að fara í meistaraskólann. Það er í sjálfu sér í besta lagi. Hins vegar er ég ekki sáttur við að þeir sem hafa haft þessi réttindi skuli verða sviptir þeim. Mér finnst það hreinlega ótækt. Ég er í stjórn Félags blikksmiðjueigenda, sem er aðili að Samtökum iðnaðarins, og eitt af því versta er að við skulum ekki hafa fengið að vita neitt um þetta. Þarna eru kerfiskallar að semja um eitthvað án þess að vita neitt hvað þeir eru að gera. Nú standa iðnaðarmenn, eins og blikksmiðir, dúkarar, píparar og húsasmiðir og allir hinir frammi fyrir því að vera skikkaðir á þetta námskeið. Það er sagt að þetta sé gert á kostnaðarverði en að láta hvern mann borga 70 þúsund fyrir 40 tíma er alveg út í hött. Samtals er nú þegar búið að taka um 28 milljónir af iðnaðarmönnum fyrir þessi námskeið. Og það er athyglisvert, að nær eingöngu hafa það verið starfsmenn og stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins sem hafa verið að kenna á þessum námskeiðum. Þetta er skandall.

Þess má geta varðandi húsasmiðina“, segir Jón, „að þeir hafa um árabil verið með sinn tveggja ára skóla eftir sveinspróf til að fá meistaragráðuna. Núna eru menn að hætta í meistaraskólanum og fara í staðinn á þetta námskeið. Enda er varla von að menn séu að sitja í tvo vetur kauplausir á skólabekk ef þeir geta alveg eins farið á fjörutíu tíma námskeið sem er ekki eitt né neitt. Því lýkur ekki einu sinni með prófi. Ég hefði haldið að námskeiðið ætti bara að vera fyrir þá sem hafa verið með meistarabréf fyrir. Þetta er þvílík brotalöm í kerfinu að það má helst ekki tala um það.

Ég er búinn að fara í ráðuneytið til að reyna að fá löggildingu fyrir mína menn til að þeir geti haldið réttindum sínum áfram. En það fæst ekki. Annað hvort eiga þeir að fara í meistaraskólann eða á þetta námskeið.

Hins vegar er þriðji kosturinn í stöðunni og við erum einmitt að notfæra okkur hann með þessum umsóknum. Ef menn hafa einhvers staðar fengið formlega löggildingu til að skrifa upp á verk, sem hvergi hefur verið fylgt eftir nema í Reykjavík, þá eiga þeir að geta fengið þau réttindi flutt á milli staða. Þá munu þau réttindi haldast í gildi framvegis og verða jafngild hinum. Þess vegna erum við núna að sækja um hjá sextíu og þremur byggingafulltrúum á landinu. Það er í sjálfu sér alveg fáránlegt. Af hverju getur ráðuneytið þá ekki alveg eins gefið þetta út í eitt skipti fyrir öll? Á flestum stöðum kostar það ekki neitt. Ef alls staðar væru gjöld eins og í Bolungarvík væri náttúrlega ódýrara að fara á námskeiðið.“

Þess má geta, að leyfisgjaldið í Bolungarvík er kr. 5.566 á mann. Ef slíkt gjald væri innheimt á öllum stöðunum sextíu og þremur, sem Jón nefndi, væri heildarupphæðin á mann kr. 350 þúsund.

„Samtök iðnaðarins vilja reyndar ekki viðurkenna að það sé yfirleitt hægt að sækja um þetta með þessum hætti um allt land. Ég er með það skriflegt frá ráðuneytinu að það er jafngilt“, segir Jón Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Blikksmiðjunni Vík.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli