Frétt

mbl.is | 11.10.2003 | 21:47Banaslys tíðust í einkaflugi

Alls hafa orðið 69 banaslys í flugi á íslenskum loftförum frá upphafi flugs á Íslandi árið 1920. Hafa 392 týnt lífi í þessum slysum. Í langflestum tilvikum hafa einn til þrír farist í slysunum en í örfá skipti tugir manna. Í þessari samantekt eru talin slys á íslensk skráðum loftförum hvort heldur er í flugi innanlands eða erlendis. Ekki eru talin með slys á erlendum loftförum á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirliti í ársskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa 2002 sem nýlega er komin út.
Í yfirlitinu kemur einnig fram að tvisvar hafa orðið fjögur banaslys á sama árinu og fimm sinnum þrjú slys á sama árinu, síðast 1995. Sum árin eru án banaslysa á íslenskum loftförum, t.d. síðustu tvö árin, einnig 1998 og 1999, 1996, 1991 og 1984 og 1985.

Eins og fyrr segir er fjöldi látinna í hverju slysi oftast einn til þrír. Alvarleg flugslys urðu snemma í íslenskri flugsögu. Þannig fórust 25 í maí 1947 þegar áætlunarflugvél af gerðinni C47A, sem er hliðstæð DC-3, fórst í Héðinsfirði, 20 fórust í janúar 1951 þegar áætlunarvél sömu tegundar fórst út af Flekkuvík á Vatnsleysuströnd og 12 fórust í Viscount-áætlunarflugvél í apríl 1963 við Osló. Þá fórust 8 í september 1970 með Fokker-áætlunarflugvél við Færeyjar. Mesta slysið á íslensku loftfari var þegar DC-8-þota fórst í leiguflugi við Sri Lanka í nóvember 1978 og með henni 183.

Flest banaslysin hafa orðið í einkaflugi eða 31 af 69 slysum. Fórust 55 í þeim slysum. Næststærsti flokkurinn er þjónustuflug en með því er átt við flug véla upp að 5,7 tonnum og með allt að 9 farþega. Þar urðu 11 banaslys þar sem 36 fórust. Í áætlunarflugi urðu slysin 7 og þar fórust 77 manns og 6 í æfingaflugi en þar eru á ferð flugnemar án kennara. Fjögur banaslys urðu í kennsluflugi og önnur fjögur í vöruflugi. Þá urðu tvö banaslys í ferjuflugi, tvö í sjúkraflugi, eitt í leiguflugi og eitt í verkflugi. Flest urðu slysin í júlí og næstflest í maí en síðan dreifast þau nokkuð jafnt á mánuðina.

Sé litið á meðaltal á nokkrum fimm ára tímabilum kemur í ljós að á síðustu fimm árum urðu 0,2 banaslys á ári. Er langt síðan banaslys hafa verið svo fá, síðast á árunum 1942 til 1946 og aftur 1953 til 1957 en þá var talsvert minna um flug á landinu en nú er orðið. Tvö banaslys urðu á ári á nokkrum fimm ára tímabilum þar á undan, t.d. 1967 til 1971, 1980 til 1984 og 1986 til 1990.

Þorkell Ágústsson, aðstoðarrannsóknarstjóri flugslysa, hefur unnið áðurgreint talnaefni og er hann um þessar mundir að vinna að rannsóknum og flokkun á orsökum slysanna. Segir hann gagnlegt að skoða hvort einhver ákveðin tilhneiging komi fram varðandi orsakir slysanna. Skoðar hann ekki síst hvort og hvernig mannlegi þátturinn getur átt þátt í slysi og segir hann rannsóknir á flugslysum ekki síst byggjast á flokkun á slíkum orsökum. Segir Þorkell að slysin í einkaflugi verði skoðuð sérstaklega í þessu samhengi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli