Frétt

| 07.03.2001 | 22:14Fyrst refsað, svo dæmt

Dómur yfir Markúsi Guðmundssyni sjómanni í Bolungarvík var kveðinn upp í héraðsdómi í dag. Eins og vænta má vísar dómurinn í viðeigandi lög frá Alþingi og ráðherrareglugerðir settar samkvæmt þeim. Í dómnum segir m.a.:

„Í 2. mgr. 23. gr. [laga nr. 57/1996] er mælt fyrir um að sekt skuli eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. fyrir fyrsta brot. Eru ekki skilyrði til að færa refsinguna niður úr lögbundnu lágmarki eða fella hana niður með vísan til þess að ákærði hafi mátt ætla að skylda samkvæmt nefndri reglugerð [nr. 350/1996] til að sleppa lifandi smáfiski á handfæraveiðum taki einnig til línuveiða.“

Dómurinn taldi „nægilega sannað að einhverjum fiskum, sem veiddust á línu Völusteins ÍS-089 í það sinn er ákæran greinir, hafi verið sleppt í sjóinn aftur“.

Þess vegna átti dómurinn ekki neinn annan kost en þann, að dæma Markús til greiðslu a.m.k. 400.000 króna sektar og til 40 daga fangelsisvistar, verði sektin ekki greidd innan tilskilins frests.

Dómnum yfir Markúsi hefur ekki verið fullnægt ennþá. Samt er búið að refsa fyrir það brot sem nú var sótt og varið fyrir dómi. Ekki Markúsi heldur eigendum bátsins sem hann var á. Ekki var beðið og ekki þurfti heldur að bíða eftir niðurstöðu dómstóls til þess að refsa þeim. Eigendurnir tóku út sína refsingu í janúar.

Í tilkynningu frá Fiskistofu, sem send var út 23. febrúar síðastliðinn, segir m.a.:
Völusteinn ÍS-89, skipaskrárnúmer 2207. Útgerðaraðili: Daði Guðmundsson, Hlíðarstræti 12, 415 Bolungarvík.
Þann 4. janúar sl. svipti Fiskistofa ofangreindan bát leyfi til veiða í atvinnuskyni í tvær vikur, frá og með 12. janúar 2001 til og með 25. janúar 2001, þar sem hluta af afla bátsins var kastað fyrir borð.

Svo mörg voru þau orð.

En spyrja má: Hefði ekki mátt spara dómskostnaðinn? Hefði ekki einfaldlega mátt senda Markúsi gíróseðil upp á 400.000 krónur skv. taxtanum og setja hann svo í fangelsi ef hann borgaði ekki innan mánaðar? Ef brotið taldist nægilega sannað til þess að refsa mætti sumum fyrir það, var það þá ekki líka nægilega sannað til þess að refsa mætti öðrum fyrir það?

Forseti Hæstaréttar sagði eitt sinn á stórafmæli réttarins:

„Það má aldrei bregðast, að við hvert mál, smátt sem stórt, sé lögð hin fyllsta alúð og allt gert, sem í voru valdi stendur, er tryggi rétta úrlausn þess samkvæmt landslögum og rétti. Með því móti einu getum vér vænzt þess, að dómstóllinn njóti trausts þjóðarinnar og verði um ókomna tíma vanda sínum vaxinn.“

Hér skal ekki dregið í efa, að bæði héraðsdómar og Hæstiréttur leggi hina fyllstu alúð við hvert mál. Hér skal ekki dregið í efa, að dómendur geri allt, sem í þeirra valdi stendur, er tryggi rétta úrlausn mála samkvæmt landslögum og rétti.

Gallinn er sá, að dómendur eru bundnir af landslögum.

Forseti Hæstaréttar sagði eitt sinn á öðru stórafmæli réttarins:

„Helgustu mannréttindi verða ekki í raun tryggð nema í skjóli sjálfstæðs og óhlutdrægs dómsvalds.“

Gallinn er sá, að dómsvaldið er alls ekki sjálfstætt.

Alþingi og ráðherrar setja lög og reglugerðir og binda með þeim hendur dómenda. Íslenskir dómstólar eru í raun afgreiðslustofnanir löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Og það sem verra er: Löggjafarvaldið er í raun afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins. Og þegar lögin eru gölluð, þá verða dómarnir það líka. Þegar lögin eru hlutdræg, þá verða dómarnir það líka.

Á hátíðum er farið hástemmdum orðum um hina helgu þrískiptingu ríkisvaldsins. Maður sér í anda þrífættan eldhúskoll í fánalitunum. En kollur þessi tekur varla undir með Gunnlaugi ormstungu: Eigi skal haltur ganga meðan báðir/allir fætur eru jafnlangir. Þeir eru mislangir. Kollurinn hallast.

Sá forseti Hæstaréttar, sem fyrr var vitnað til, lét ekki nægja að tala um að tryggja skuli „rétta úrlausn“ hvers máls. Hann bætti við:
„... samkvæmt landslögum og rétti“.

Þessi fyrirvari verður að teljast viturlegur.

– Austri.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli