Frétt

Stakkur 40. tbl. 2003 | 08.10.2003 | 11:05Rækjan í Djúpinu

Alþingi er sest að vinnu sinni. Fróðlegt verður að sjá hver hin nýju lög vetrarins verða. Margt hefur verið boðað í þeim efnum, svo sem lög um bann við kaupum á vændi, hvort sem það er nú mikilvægasta úrlausnarefni Alþingis eður ei. Línuívilnun verður víst frestað og sjá ýmsir tormerki á því að henni verði komið á. Hún snýst um úthlutun takmarkaðara gæða. Undanfarin ár hefur kvóti verið minnkaður ár frá ári og útgerðarmenn hafa tekið því þegjandi með þá von í huga, að staðan snúist við á næstunni. Sú virðist nú raunin, en nú vilja allir komast yfir viðbótina, aukinn kvóta.

Ekki verður annað séð en sú góða kennslubók, sem notuð var til lestrarkennslu fyrir áratugum, og margir kannast við, þeir er komnir eru til nokkurs þroska, Litla gula hænan, sanni enn einu sinni gildi sitt. Enginn vill sá, uppskera, þreskja eða mala kornið, baka eða yfirleitt leggja til vinnuna, sem býr að baki því að hin fullunna vara komist í verð, komist hann hjá því og geti notið afrakstursins með einfaldara hætti. Allir þeir sem ekki höfðu tíma til þess að hjálpa litlu gulu hænunni við undirbúning þess að brauðið varð til voru að sjálfsögðu reiðubúnir að eta brauðið. Afraksturinn er venjulega mun eftirsóknarverðari en fyrirhöfnin við að ná honum, þótt ekki sé það algilt og margir trúi því að á Vestfjörðum séu menn tilbúnir að leggja hart að sér fyrir afraksturinn og árangurinn.
Tvennt vekur sérstaka athygli. Annars vegar sá mikli afli sem smábátarnir koma með að landi og nægir að nefna tvo aflahæstu bátana í Bolungarvík, sem veiddu þriðjung þess afla er Júlíus Geirmundsson, flaggskip Vestfjarðaflotans, kom með að landi á sama tíma. Það er óneitanlega mikið að koma með 849 tonn að landi af einum smábáti, svo sem raunin er með Guðmund Einarsson ÍS 155. Hrólfur Einarsson ÍS 255 kom með 713 tonn að landi, Júlíus kom með 4.399 tonn. Útgerðarmaðurinn Einar Guðmundsson vill meina að línúútgerð sé dýrasta útgerðaraðferðin sem notuð er og telur að þegar búið sé að njörva þessar veiðar í kvótakerfið verði það að teljast sérkennilegt að mega ekki veiða hann í net eða dragnót, á þann hátt sem hagkvæmastur reynist. Af þessu má ljóst vera að takmörkuð gæði valda ávallt ágreiningi, allir vilja eignast sem mest og hafa sem minnst fyrir því að koma þeim í verð. Fróðlegt verðu að fylgjast með umræðu um fiskveiðistjórnun á Alþingi í vetur.

Stóra áhyggjuefnið er ástand rækjustofnsins, um það verða tæpast sett lög. Ekki hefur verið veitt leyfi til þess að veiða rækju í Ísafjarðardjúpi, svo léleg er staðan á stofninum. Vilja menn kenna um staðbundnum þorskstofni, sem étur rækjuna, því hún hefur vaxið í Arnarfirði og kvótinn þar verið aukinn. Ekki er bjart framundan og fátt til ráða, en ljóst að sjómenn og samfélagið verða af miklum tekjum við óbreytt ástand. Nú reynir á vísindamenn að finna lausnir til þess að Ísafjarðardjúp verði áfram sú gullkista, sem skilað hefur miklum verðmætum af rækjuveiðum og vinnslu. En eitt er víst að margir munu líða fyrir það að rækjuveiði verði lítil eða engin úr Djúpinu. Forvitnilegt verður að fylgjast með því til hverra úrræða verður gripið, pólitískt og af hálfu vísindamanna. Sjórinn er okkur Vestfirðingum sú auðlind, sem við getum ekki verið án. Við þurfum að nýta hana af skynsemi og ná um hana samkomulagi svo vel fari.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli