Frétt

bb.is | 03.10.2003 | 16:21Staðbundinn þorskur talinn éta upp rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi

Eins og fram hefur komið verður ekki leyft að hefja rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi að sinni. Hafrannsóknastofnun hefur tilkynnt að ástand rækjustofnsins verði kannað að nýju í febrúar. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem veiðum í Ísafjarðardjúpi er frestað. Ástæðurnar eru hins vegar aðrar nú en oft áður. Á undanförnum árum hefur upphaf veiða að hausti oft dregist vegna seiðagengdar í Djúpinu. Hefur það ástand stundum varað fram á haustið þar til kólnað hefur í veðri. Nú er að vísu seiðagengd yfir mörkum og þá sérstaklega ýsuseiði en aðalástæða veiðibanns nú er ástand rækjustofnsins sjálfs.
Heildarstofnvísitala og vísitala kvendýra reyndist langt undir meðaltali, raunar sú lægsta í sautján ár. Rækjan er einnig mjög smá og hefur hlutfall smárækju í afla aukist. Í fyrra var meðalstærð 304 stykki í kílógrammi upp úr sjó en í ár er talan 391 stykki í kílógrammi. Það sem hins vegar heggur stærstu skörðin í rækjustofninn í Djúpinu er þorsk- og ýsugengd. Ýsan og einkum þorskurinn eru með öðrum orðum að éta upp stofninn enda segir Hafrannsóknastofnun í tilkynningu, að það sé einkum mikil þorskgengd sem minnkað hafi stofnstærð rækju í Djúpinu.

Með hlýnandi veðurfari hefur þess orðið vart að þorskur sé orðinn mjög staðbundinn í Djúpinu. Pétur Bjarnason, fyrrverandi skipstjóri á Ísafirði, hefur reyndar ásamt fleirum haldið því fram, að alla tíð hafi verið mjög staðbundinn þorskstofn í Djúpinu. Hjalta Karlssyni hjá Hafrannsóknastofnun á Ísafirði þykja merkingar fiska í Djúpi hafa staðfest, að þeir árgangar sem vaxa þar upp geti verið staðbundnir fyrstu æviárin enda lífsskilyrðin góð.

Þeim mönnum fer nú mjög fjölgandi í röðum útgerðarmanna og sjómanna við Djúp sem segja, að grípa verði nú þegar til ráðstafana til þess að veiða þennan þorsk, ná honum áður en hann klárar rækjuna. Eftir nokkru er að slægjast því að þegar Djúpið gaf best af sér veiddust á fjórða þúsund tonn sem gefa um 300-500 milljónir í útflutningsverðmæti.

Þessi verðmæti hverfa og ekkert kemur í staðinn annað en saddur þorskur í Ísafjarðardjúpi. Hafa menn í þessu sambandi talið að breyta þurfi fiskveiðilögunum. Í dag geta menn veitt í Djúpinu á línu og í dragnót en ekki botnvörpu. Því sé nauðsynlegt að leyfa nú þegar veiðar með botnvörpu og gera þar með úrslitatilraun til þess að bjarga rækjustofninum.

Veiðibanni á rækju fylgir tekjutap fyrir útgerðir, sjómenn og ekki síst rækjuverksmiðjur og starfsfólk þeirra. Rækjuveiðarnar gegna ennþá stóru hlutverki hjá þorra þeirra sjómanna sem þær stunda og hjá útgerðunum einnig þótt ekki sé það alveg eins veigamikið og á árum áður. Hins vegar finnst mörgum óþarfi að láta rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi hverfa.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er heimilt að bæta útgerðum upp aflabrest sem þennan með úthlutun í öðrum fisktegundum. Þær raddir hafa nú heyrst, að komi til úthlutunar bóta til útgerðanna eigi að binda þær þeim skilyrðum, að þær verði nýttar til veiðar á þorski í botnvörpu í Ísafjarðardjúpi. Til þess þyrfti þó trúlega lagabreytingu.

„Ég vil sjá róttækar aðgerðir strax svo ég þurfi ekki að horfa á nokkra fiska éta frá mér stærstan hluta tekna minna“, sagði sjómaður sem spjallað var við í dag. Í þeim orðum er málið í hnotskurn að mati margra: Að staðbundinn þorskstofn sé að éta 300-500 milljónir á ári úr hagkerfinu við Ísafjarðardjúp.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli