Frétt

Vefþjóðviljinn | 03.10.2003 | 10:33Gríðarleg aukning ríkisútgjalda á síðustu árum

Hér hefur áður verið vikið að því að á síðustu árum hafa útgjöld ríkisins aukist meira enn nokkru sinni fyrr. Gildir einu hvor mælikvarðinn er notaður, krónur eða hlutföll. Er nú svo komið að í hvert sinn sem útgjöld til einhvers málsins eru ekki aukin stórkostlega milli ára tala menn um niðurskurð og að vegið sé að málaflokknum. Árið 1997 voru ríkisútgjöldin 175 milljarðar króna (verðlag 2001) en stefna á næsta ári í 273 milljarða króna ef marka mætti nýtt frumvarp til fjárlaga.
Því miður er það líklega vanætlað því reynslan kennir mönnum að margir þingmenn eru fundvísir á fleiri „góð mál“. Þessi mál eru svo góð að almenningur vill ekki styrkja þau með frjálsum framlögum heldur þarf að neyða hann til þess með skattheimtu.

Vafalaust hafa glöggir lesendur þegar áttað sig á hvaða áfanga menn ná að öllum líkindum á næsta ári. Á næsta ári hafa ríkisútgjöldin aukist um 100 milljarða króna – 100.000.000.000 krónur – frá því síðast var skipt um fjármálaráðherra. Það er rétt að undirstrika að hér um að ræða aukin útgjöld á ári en ekki yfir öll sex árin. Útgjöldin árið 2004 verða 100 milljörðum króna hærri en árið 1997.

Þrátt fyrir að svo hrapalega hafi tekist til við að stýra útstreyminu úr ríkissjóði hefur ríkissjóður engu að síður verið rekinn með afgangi stærstan hluta þessa tímabils. Kemur þar til ævintýraleg tekjuaukning ríkissjóðs á einu mesta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Þessi afgangur hefur meðal annars verið nýttur til að gera upp gamlar syndir. Hafa skuldir ríkissjóðs lækkað verulega síðustu árin og þar með vaxtagjöldin sem ríkið þarf að greiða. Árið 1995 voru heildarskuldir ríkissjóðs yfir 50% af vergri landsframleiðslu en eru um 30% nú. Jafnframt hefur verið gengið í að aftengja tímasprengju sem falin var í lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs gagnvart starfsmönnum sínum.

Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs á miðvikudaginn ræddi hann nokkuð um „ríflegt svigrúm til skattalækkana“ á árunum 2005 til 2007 og voru 20 milljarðar króna nefndir í því sambandi. Þar er þá væntanlega átt við um 6 til 7 milljarða í skattalækkanir þar sem þessir 20 milljarðar deilast á þrjú ár.

Raunar var þetta svo óljóst og illa fram sett hjá fjármálaráðuneytinu að það má furðu sæta ef enginn fjölmiðill reynir að komast til botns í því hvað ráðuneytið var að reyna að segja. Það ræður úrslitum um hvort stjórnarflokkarnir hyggjast standa við kosningaloforð sín um skattalækkanir. Jafnvel þótt um væri að ræða 20 milljarða á ári - og stjórnarflokkarnir færu þar með nærri því að standa við kosingaloforð sín - væri aðeins verið að skila broti af þeim ávinningi sem ríkissjóður hefur haft af stækkandi skattstofnum á síðustu árum.

Skattgreiðendur hafa skilað 100 milljörðum í auknar árvissar tekjur til ríkissjóðs og ef skilningur Vefþjóðviljans á skilaboðum með fjárlagafrumvarpinu er réttur ætlar ríkisstjórnin af rausnarskap sínum að lækka skatta um 6 til 7 milljarða - eftir nokkur ár.

Enda sagði fjármálaráðherrann aðeins að það væri ríflegt svigrúm til skattalækkana en ekkert um að það yrði nýtt.

Vefþjóðviljinn

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli