Frétt

bb.is | 19.09.2003 | 15:32Ísafjörður: Meindýraeyðir kveðst ekki hafa fargað heimilisköttum

Valur Richter meindýraeyðir og villikattaveiðimaður.
Valur Richter meindýraeyðir og villikattaveiðimaður.
Valur Richter meindýraeyðir á Ísafirði segist ekki hafa fargað heimilisköttum við Ölduna (Fjarðarstræti 38) á Ísafirði heldur hafi þar verið villikettir á ferð. Haft var eftir Höskuldi Guðmundssyni íbúa í Öldunni í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær, að tveir kettir í hans eigu hefðu horfið í förgunarherferð meindýraeyðisins. Önnur skrautleg og einhliða frásögn af málinu birtist í Fréttablaðinu í gær. „Ef þetta eru allt heimiliskettir sem eru haldnir þarna, þá er tími til kominn að kalla á dýraverndunaryfirvöld því að þeir eru flestir mjög illa á sig komnir. Þetta er kattagreni þarna og búið að vera í mörg ár. Um það bil helmingur kattanna sem ég farga í bænum á hverju ári eru fangaðir þarna við Ölduna“, segir Valur.
Lögregla var kölluð til fyrir skömmu þegar meindýraeyðirinn skaut kött á færi við Ölduna. Þá fór kúla í gegnum hurð á kjallara hússins og hafnaði í teppastranga, eins og hér var greint frá.

Valur segir ketti skotna aðeins í undantekningartilvikum og þá sé gætt ítrustu varkárni. „Það eina sem ég hef getað gert er að veiða þá í búr fyrir utan húsið en oft hefur verið hleypt úr gildrunum. Einstaka erfiða ketti hefur þurft að skjóta. Ég hef reynt að gæta fyllstu aðgátar en óheppilega vildi til í þetta skiptið. Ég er búinn að bjóðast til að borga skemmdir vegna þessa. Svo virðist sem þetta sé orðið einhvers konar persónulegt stríð við mig en ég er sendur af stað af heilbrigðiseftirlitinu af því að kattafarganið er enn á ný orðið yfirgengilegt. Nágrannarnir eru orðnir sjóðandi vitlausir yfir ástandinu.“

Á kjallara Öldunnar er búið að smíða innganga fyrir kettina að sögn Vals. „Þetta er bæði götumegin og sjávarmegin á húsinu svo kettirnir geti valsað inn og út. Ég hef margoft tekið upp kettlinga af götunni sem búið er að keyra á. Það sér hver maður að þetta gengur ekki. Þegar komið er upp að húsinu er lyktin svo megn að það liggur við að fólk þurfi að forða sér“, sagði Valur Richter.

Íbúi við Fjarðarstræti sagði fólk í nágrenninu margt hvert afar ósátt við kattahaldið í Öldunni, sérstaklega lyktina og sóðaskapinn sem því fylgdi. Rót vandans sagði hann vera að opið væri fyrir kettina inn í kjallara hússins. Hann sagði íbúa við Fjarðarstræti alls ekki hafa neitt á móti heimilisköttum og síst af öllu vilja standa í nágrannaerjum. Hins vegar væri algerlega óviðunandi að hafa villiketti í stórum hópum í götunni. Ítrekað hafi verið reynt að fá úrlausn á vandanum en svo virðist sem engar reglur taki nægilega á málum af þessu tagi.

kristinn@bb.is

bb.is 16.09.2003
Kattastríðið á Ísafirði heldur áfram

bb.is 03.09.2003
Villikattagildrum stolið: Meindýraeyðir telur kattavini að verki

bb.is 20.08.2003
Villikettir fóðraðir á stöku stað á Ísafirði

bb.is 14.08.2003
Villiköttum á Ísafirði fækkað á næstu dögum

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli