Frétt

Leiðari 37. tbl. 2003 | 18.09.2003 | 09:08Lærum af reynslunni

„Þetta er gífurlegur harmleikur. Þetta virðist óraunverulegt, svona lagað getur ekki gerst og má ekki gerast“, sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, eftir árásina á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem leiddi til dauða hennar á þeim örlagadegi í sögu þjóða, sem 11. september virðist orðinn.

Nei, þetta má ekki gerast. Engu að síður hefur það gerst oft áður. Abraham Lincoln, forsetinn sem með einarðri afstöðu sinni þvoði smánarblett þrælahaldsins af bandarísku þjóðinni, féll fyrir byssukúlu ofstækisfulls Suðurríkjamanns, sem sætti sig ekki við afnám sérréttinda sem hann hafði haft til að kúga meðbræður sína. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, umbótasinni í félags- og mannréttindamálum, myrtur 1963. Trúi því hver sem trúa vill að Lee Harvey Oswald hafi verið þar einn að verki þótt opinberlega sé svo látið heita. Róbert Kennedy, drepinn innan fimm ára frá því að John var myrtur. Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, skotinn til bana er hann ásamt konu sinni var á heimleið að kvöldlagi frá kvikmyndahúsi í febrúar 1986. Morðingi Palmes gengur laus. Og nú Anna Lindh, einn virtasti stjórnmálamaður Svía, sem óhikað gekk braut Palmes fyrir opnu samfélagi, þar sem stjórnmálamenn gætu lifað venjulegu lífi líkt og óbreyttir borgarar og fyrir samvinnu ólíkra þjóða með drauminn um frið og fegurri heim að leiðarljósi; friðarsinni í bestu merkingu þess orðs. Gleymum heldur ekki skara hinna óþekktu, sem látið hafa lífið með einum eða öðrum hætti fyrir það eitt að hafa borið í brjósti frelsið, dýrmætustu eign sérhvers manns, og löngunina til að lifa mannsæmandi lífi.

Eðlilega vakna margar spurningar við atburð eins og morðið á Önnu Lindh. Undir slíkum kringumstæðum verðum við að gæta að spyrja ekki einungis hvað sé til varnar slíkum atburðum heldur einnig hverjar orsakirnar þeirra kunni að vera.

Látum ekki svar okkar við hættunni af fjölgun geðsjúkra á götum úti vera „gangandi rimlabúr“ vopnaðra lífvarða. Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvort ríkum og siðmenntuðum þjóðum, sem svo eru kallaðar, færi ekki betur að bregðast við á annan og mannlegri hátt. Leitum að rótinni, sem vaxandi hatur og hefnigirni, einn helsti óvinur mannkynsins í dag, gæti verið sprottið af.

Íslendingar eru áreiðanlega ekki handgengnir því að einangra stjórnmálamenn frá daglegu lífi. Lærum af reynslunni þótt döpur sé.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli