Frétt

bb.is | 15.09.2003 | 08:10Þingmenn Norðvesturkjördæmis styðja línuívilnun þegar í stað

Frá fundinum í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Frá fundinum í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Á fjórða hundrað manns sóttu fund Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var í gær í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði og bar yfirskriftina „Orð skulu standa“. Á fundinn komu allir þingmenn Norðvesturkjördæmis utan Magnúsar Stefánssonar. Ekki var annað að heyra á þingmönnunum en þeir væru sammála um að vinna línuívilnun brautargengi þó að stjórnarandstöðuþingmennirnir hafi í máli sínu lagt áherslu á að þeir vildu fara aðrar leiðir í fiskveiðistjórnun en nú væri viðhöfð. Í lok fundarins var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað var á Alþingi að samþykkja línuívilnun án tafar og tryggja að hún komi til framkvæmda eigi síðar en 1. nóvember. Þar var þess einnig krafist að lágmarksfjöldi sóknardaga hjá dagabátum yrði lögfestur.
Eftir setningarávarp Guðmundar Halldórssonar, formanns Eldingar fluttu sjö framsögumenn ræður sínar. Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ reið á vaðið. Hann sagðist mæla sem einstaklingur en vísaði til samþykkta Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum um stuðning við línuívilnun sem fram kæmu í byggðaáætlun Vestfjarða frá árinu 2002 og hefðu verið ítrekaðar í samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga á sama ári.

Halldór sagði línuívilnun fyrir dagróðrabáta ekki beint gegn öðrum útgerðum í bænum heldur væri verið að fara málamiðlunarleið. Mikilvægt væri að auka skilning milli útgerðarflokka og draga úr þeirri togstreitu sem nú ríkti. Vissar útgerðir hefðu kerfisbundið leitað uppi lausan kvóta og fært frá mörgum byggðarlögum. Þannig hefðu þessi fyrirtæki komið óorði á kvótakerfið.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, sagði þá sérkennilegu stöðu komna upp í sjávarbyggðunum, að jafvel þótt atvinnuástand væri blómlegt ylli núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi óvissu um framtíðina sem hamlaði fólki frá því að kaupa sér eignir og setjast niður. Hann sagði þúsundir tonna bolfisks fara forgörðum, t.d. sem meðafli við flottrollsveiðar, og enda í bræðslu. Því þætti honum einkennilegt hversu mikið væri rifist um mun minni afla í tengslum við byggðakvóta og línuívilnun.

Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, sagði að ef ekki kæmi fram stjórnarfrumvarp um línuívilnun myndi hann, hugsanlega ásamt fleirum, flytja slíkt frumvarp sjálfur. Hann sagðist líta svo á að línuívilnun fyrir dagróðrabáta afmarkaðist ekki eingöngu við smábáta heldur við útgerðarformið. Þannig myndu öllum línuveiðurum sem stunduðu dagróðra og beittu í landi gefast kostur á henni. Ennfremur sagðist hann vilja sjá útvíkkun á línuívilnun í framtíðnni svo hún næði einnig til skipa með beitningarvélar en þá þyrfti að setja hámark á það magn afla sem ívilnunin næði til.

Jóhann Ársælsson, Samfylkingu, sagði það illa ásættanlegt að sjávarbyggðirnar þyrftu að leita á náðir ríkisstjórnar með bænaskjal. Festa þyrfti eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni í sessi og aflétta einokun á henni.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði grátkór Landssambands íslenskra útvegsmanna hefja upp raust sína í hvert sinn sem talið bærist að línuívilnun. Félagsmenn í LÍÚ hefðu á undanförnum árum fengið auknar veiðiheimildir í úthafskarfa, rækju á Flæmska hattinum, þorski í Barentshafi, kolmunna og síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Samtals næmu þessar heimildir 80 þúsund þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Í krafti þessara úthlutana hafi þeir getað keypt auknar veiðiheimildir innan lögsögunnar.

Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði fundarmenn geta verið bjartsýna á að línuívilnun næði fram að ganga. Davíð Oddsson hafi á fundi á Ísafirði sagt að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að hún kæmist á í haust. Á tuttugu ára valdaferli Davíðs hafi andstæðingar hans leitað logandi ljósi að þeim tilvikum þar sem sýna mætti fram á að borgarstjórinn og síðar forsætisráðherrann væri ekki maður orða sinna en þeim hafi aldrei orðið ágengt.

Snorri Sturluson á Suðureyri mælti fyrir hönd smábátasjómanna og sagði línu- og handfæraveiðar vistvænar. Þær veiddu jafnt úr stofnunum með tilliti til aldurs fisksins og helst biti hann á þegar fiskurinn væri svangur og því lítið æti í sjónum. Hann sagði eftirtektarvert að áður en ýsa hafi verið kvótasett hjá smábátum hafi trillukarlar verið vændir um ofveiði á stofninum. Nú hinsvegar væru allir útgerðarflokkar að uppskera vöxt stofnsins og hefðu aflaheimildir tvöfaldast úr 35 þúsund tonnum í 70 þúsund nú.

Árni Snævarr, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, stýrði fyrirspurnartíma. Bárust fjölmargar spurningar úr sal og urðu líflegar umræður.

kristinn@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli