Frétt

kreml.is – Birgir Hermannsson | 08.09.2003 | 23:10Misskilningur Fréttablaðsins

Eitt af séreinkennum Morgunblaðsins í gegnum tíðina hefur verið þögn um ákveðin mál. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að blaðið sé að draga andann áður en málinu sé gusað út, stundum samkvæmt prinsippinu „hafi það ekki komið í Mbl. er það ekki til.“ Fréttablaðið hefur tekið þennan ósið upp og þróað sínar eigin þagnir. Í leiðara blaðsins í dag eru þagnir blaðsins réttlættar sem háleitt viðmið í siðferðisefnum. Því miður eru þær réttlætingar á nokkrum misskilningi byggðar og því ástæða til að fjalla örlítið um þær.
„Það er ekki frétt að þingmaður sé handtekinn fyrir ölvunarakstur“ segir Gunnar Smári Egilsson. Ástæðan fyrir þessu er sú að þetta er einkamál þingmannsins og því ekki frétt frekar en aðrir breyskleikar hans. Í Bretlandi og Bandríkjunum yrði þetta sjálfsagt frétt, en það stafar af púritanískri hefð þessara landa. Og dómharðir púritanar viljum við ekki vera, enda eru slíkar hefðir fjarlægar Íslendingum.

Gunnar Smári ruglar hér saman ólíkum hlutum. Það er viðurkennt að um opinberar persónur eins og þingmenn gilda önnur viðmið en aðra. Orð og athafnir þessa fólks eru á hinum opinbera vettvangi og um þau er fjallað sem slík. Lögbrot opinberra persóna eru ekki einkamál þeirra og undir engum kringumstæðum má blanda saman lögbrotum og „mannlegum breyskleikum“ almennt talað. Opinberar persónur eiga sér sitt einkalíf og það ber fjölmiðlum að virða, en lögbrot falla ekki undir neinum kringumstæðum undir einkalíf. Það er mikill munur á því hvort þingmenn drekka heimabruggaðan spíra eða vodka frá ÁTVR. Annað er lögbrot, en hitt ekki. „Mannlegir breyskleikar“ geta einnig orðið frétt. Þingmenn sem drekka ótæpilega heima hjá sér er einkamál þeirra, allt annað gildir um ótæpilega drykkju í opinberum móttökum, en slíkt gæti orðið tilefni til umræðu í fjölmiðlum. Hér er ekki um lögbrot að ræða, en samt breyskleiki sem er langt því frá einkamál fólks.

Þessi greinarmunur hefur ekkert með púritaníska hefð að gera. Á Norðurlöndum gera menn þennan greinarmun og þar hefði það án nokkurs efa orðið frétt ef þingmaður hefði fengið dóm fyrir að aka ölvaður. Allir sem búið hafa á Norðurlöndum vita að svo er. Hin púritaníska arfleið Bretlands og Bandaríkjanna hefur lítið með þessi mál að gera. Í fyrsta lagi er þessi arfleið bara ein af mörgum hugmyndastraumum sem móta þessi samfélög. Í öðru lagi getur hefðin ekki útskýrt hvers vegna peningamál og kvennafar stjórnmálamanna varð allt í einu fjölmiðlamál eftir að fjölmiðlar höfðu áratugum saman leitt slík mál hjá sér. Hvers vegna skrifuðu púrítanarnir ekki um kvennamál kaþólikkans Johns F Kennedy?

Nærtækar er að leita svara í breyttu umhverfi fjölmiðla og stjórnmála. Stjórnmálamenn bjóða fjölmiðum gjarnan upp í dans og vilja hleypa almenningi inn í einkalíf sitt þegar það hentar þeim, en stíga síðan á bremsuna þegar þeim sjálfum hentar. Oftast nær komast þeir að því að það er ekki hægt. Á íslandi gegna stjórnmálamenn gjarnan hlutverki „fræga fólksins“ og fá athygli út á allt annað en opinber störf sín. Fréttir af slíku fólki eru söluvara, breyskleikarnir líka – því miður.

Þagnir Fréttablaðsins er því byggðar á misskilningi. Þær eru væntanlega einnig byggðar á misskildu umburðarlyndi. Ölvunarakstur er því miður ekki talið alvarlegt brot. Mig grunar að þetta tengist umburðarlyndi fölmiðla gagnvart drykkju opinberra persóna almennt. Hversu oft höfum við séð frétt af því að þingmenn séu ölvaðir í þinghúsinu? Og hversu oft hafa blaðamenn orðið vitni af slíku? Svarið, hygg ég, segir mörg orð um þá klúbbstemmingu sem ríkir á milli blaðamanna og stjórnmálamanna, ekki síður en skrítin viðhorf fjölmiðla til slíkra „breyskleika.“

Kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli