Frétt

bb.is | 08.09.2003 | 13:55Bílddælingar vilja hafa prest og vilja fá svör frá biskupi

Bíldudalur við Arnarfjörð.
Bíldudalur við Arnarfjörð.
Bílddælingar vilja fá prest á Bíldudal og vilja að horfið verði frá áformum um að leggja prestakallið niður. Prestlaust hefur verið á Bíldudal á annað ár. „Það er dapurlegt að núna þegar útlit er með svartasta móti í atvinnumálum okkar hér, þá sé rætt um að leggja Bíldudalsprestakall niður eða sameina það öðru. Hafi einhvern tíma verið þörf á presti þá er það nú“, segir í bréfi til Biskupsstofu sem á annað hundrað manns í Bíldudalssókn hafa skrifað undir. Sóknarnefnd Bíldudalprestakalls hefur staðið fyrir söfnun undirskriftanna en bréfið er svohljóðandi:
„Við íbúar á Bíldudal sendum hér með undirskriftalista með nöfnum flestra þeirra sem hér búa. Viljum við með þessu bréfi vekja athygli ykkar á að nú sem aldrei fyrr er einlæg ósk okkar að hingað komi prestur sem fyrst. Það er dapurlegt að núna þegar útlit er með svartasta móti í atvinnumálum okkar hér, þá sé rætt um að leggja Bíldudalsprestakall niður eða sameina það öðru. Hafi einhvern tíma verið þörf á presti, þá er það nú. Það er einlæg von okkar að við þessari beiðni verði brugðist hið fyrsta.“

Að sögn Herdísar Jónsdóttur, formanns sóknarnefndar, er ástæða bréfsins sú að enginn prestur hefur setið á Bíldudal í rúmt ár eða síðan séra Auður Inga Einarsdóttir lét af störfum. Síðan hefur sókninni verið sinnt af séra Sveini Valgeirssyni á Tálknafirði. Herdís segir að á síðasta Kirkjuþingi hafi verið lögð fram tillaga um að sameina Bíldudalsprestakall Tálknafjarðarprestakalli. Sú tillaga hafi ekki hlotið afgreiðslu Kirkjuþings en þrátt fyrir það hafi biskup Íslands ekki auglýst brauðið laust eins og lög kveði á um. Því óttist Bílddælingar að á Kirkjuþingi í haust eigi aftur að leggja fram tillögu um að leggja prestakallið niður. Það finnst fólki vera tímaskekkja.

Herdís kveður Bílddælinga ekkert hafa út á þjónustu séra Sveins að setja nema síður sé. „Við höfum að undanförnu átt undir högg að sækja hér og hafi einhvern tímann verið þörf á presti hér, þá er það nú. Við höfum sent biskupi tvö bréf með ósk um úrbætur en þeim hefur ekki verið svarað. Það finnst okkur mikil ókurteisi. Það er eins og ekki eigi að virða okkur viðlits í þessu máli og því hófum við þessa undirskriftarsöfnun og reynum með henni að ná eyrum biskups.“

Að sögn Herdísar hafa á annað hundrað íbúar í sókninni skrifað undir og verður listinn sendur biskupi allra næstu daga.

Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari segir að það hafi verið stefnan að sameina Bíldudalsprestakall Tálknafjarðarprestakalli og því hafi prestakallið ekki verið auglýst laust til umsóknar þegar séra Auður Inga lét af störfum. Breytingar séu hins vegar tímafrekar og því hafi verið tekin sú ákörðun að sinna Bíldudal í nágrannaþjónustu frá Tálknafirði. Það hefur legið fyrir að leggja á komandi Kirkjuþingi fram tillögu þess efnis að sameina þessi tvö prestaköll. Eðlilegra sé að sameina brauðið Tálknafirði en t.d. Patreksfjarðarprestakalli þar sem færri íbúar séu á Tálknafirði og því auðveldara um vik með þjónustu. Þorvaldur Karl segist skilja vel viðbrögð Bílddælinga en málefni prestakalla séu í sífelldri endurskoðun. Aðspurður hvort einróma óskir Bílddælinga og erfiðar aðstæður þar geti breytt einhverju segir Þorvaldur Karl erfitt að segja.

Lokaákvörðunin í þessu máli er í höndum Kirkjuþings. Á morgun munu biskup og vígslubiskup halda fund þar sem farið verður meðal annars yfir þetta mál. Þar munu þeir væntanlega taka endanlega ákvörðun um hvort það verður lagt fyrir Kirkjuþing.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli