Frétt

| 26.02.2001 | 23:15Um Trójuhest og silfursjóð

Það er lítið rætt um pólitík á Vestfjörðum um þessar mundir. Öðruvísi mér áður brá, þegar Ísafjörður fékk nafnið Rauði bærinn og allt logaði í pólitískum deilum. Þá var fjör. Nú er lítið fjör, nú er drungi og deyfð og undanhaldið leitt af fulltrúum fólksins og ráðnum framkvæmdastjórum þess, hvort sem litið er til Ísafjarðarbæjar eða Bolungarvíkur.

En eftir höfðinu dansa limirnir. Ef til vill er ekki óeðlilegt að stuðningsmenn ríkisstjórnar Íhalds og Framsóknar, sem skipulagt hefur og leitt dauðadans hinna dreifðu byggða á Íslandi, þori ekki að hafa sig í frammi í þágu byggðarlaga fólksins síns.

Þeim er vorkunn, aumingja mönnunum. Það hefur verið farið illa með þá og Davíð og Halldór hafa sagt þeim, að þróun byggðar á Íslandi væri hluti af lögmáli markaðarins – markaðarins sem hefði tekið við stjórn landsins úr höndum pólitíkusanna.
Þeir hafa sagt þeim, að þýðingarlaust væri að kvarta yfir hvarfi kvótans frá Vestfjörðum, sem upphófst nú reyndar að ráði með komu Trójuhestsins Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi bæjarstjóra á Ísafirði og stjórnarformanns Samherja á sama tíma, sem vann ötullega að því að koma Guðbjörginni á brott með öllum sínum aflaheimildum (um blekkingarvefinn má lesa í viðtali við Þorstein Vilhelmsson í tímariti sem gefið er út á Akureyri). Enda Kristján vanur maður, búinn að koma ár þeirra Samherjafrænda vel fyrir á Dalvík, þegar hann var bæjarstjóri þar.

Davíð, Halldór, Haarde og Páll hafa líka sagt þeim heimamönnum, Halldóri, Ólafi og Þorsteini lækni, að ófært væri að Orkubú Vestfjarða yrði áfram í eigu og undir stjórn Vestfirðinga, það væri ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar (= markaðarins) í byggðamálum. Og auk þess hefði Kristján Þór Júlíusson orðað það við þá, að Orkubúið væri best komið á Akureyri, eftir að Rarik hefði sameinast Orkuveitu þeirra Norðlendinga. Og þá 30 silfurpeninga, sem munu koma inn í sjóði sveitarfélaganna hér fyrir vestan fyrir sölu Orkubúsins, ætla þeir að færa Páli Péturssyni að gjöf fyrir félagslega íbúðakerfið. Enda er það kerfi ekki á vegum ríkisins, samkvæmt skoðun ríkisstjórnarinnar.

Í samræmi við boðskap foringja sinna hafa forystumenn okkar í bæjarstjórnum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar ekki talið sér annað fært en fórna hagsmunum Vestfirðinga. Samvisku og trúmennsku er með engu móti hægt að blanda inn í þessa umræðu.

Hvað gerist í framboðsmálum?

Ólíklegt er að margir bæjarfulltrúar núverandi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar gefi kost á sér til áframhaldandi setu, hvorki meirihluta- né minnihlutafólk. Reynslan af kjörtímabilinu er sú, að það er ekki margt skemmtilegt í spilunum. Vitað er, að innan hóps sjálfstæðismanna hafa verið miklir flokkadrættir og konurnar og Þorsteinn barist um forystuhlutverkið. Halldór Halldórsson bæjarstjóri hefur ekki verið afgerandi í bæjarstjórastólnum, þótt hann hafi ekki verið jafnaumkunarverður og forveri hans, Kristján Þór Júlíusson, sem áður er getið. Halldór er þó heimamaður sem vill vel, en m.a. vegna sífelldra deilna og athyglissýki flokkssystra sinna, sem hafa skaðað bæjarmálaflokkinn, hefur hann átt mjög erfitt uppdráttar. Hann mun einnig orðinn uppgefinn á mótlætinu og forystuleysinu í meirihlutanum.

Það sem líklegast er í stöðunni hjá sjálfstæðismönnum er að Þorsteinn vilji hætta, Ragnheiður muni hætta (þótt hún vilji það ekki) en læknisfrúin Birna Lárusdóttir muni sitja áfram. Þá virðist nokkuð ljóst, að Gromsaraættin, með Halldór Jónsson umhverfissinna í broddi fylkingar, muni hugsa sér til hreyfings í komandi kosningum. Þeir bræður og félagar hafa haslað sér völl í atvinnulífinu á ný og þeim virðist ekki sama um framtíð bæjarins.

Vandi Framsóknarflokksins er hvað mestur í komandi kosningum. Við síðustu kosningar tóku vestanmenn í bæjarfélaginu forystuna þótt Guðni Jóhannesson hafi leitt liðið. Mörgum framsóknarmanninum á Ísafirði mun hafa þótt nóg um áhrif og jafnvel yfirgang þeirra vestanmanna, sem hafa yfirtekið nefndir og ráð í nafni flokksins. Yngra liðið í Framsókn (er það til?) á Ísafirði mun hafa rætt þetta vandamál flokksins en óljóst er hvort eða þá hvernig brugðist verður við. Trúlega verður erfiðast að taka á þeim vanda, að fólkið að vestan er duglegra og greindara en Ísfirðingarnir. Sagt er hjá Framsókn, að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Er þá átt við að Kristinn Jón hafi staðið upp úr liðinu, þótt hann hafi lengi stýrt málum einn og yfirgefinn.

Hjá Samfylkingunni gæti ýmislegt gerst, sem kemur á óvart, en þar mun nú leitað að nýju blóði og helst í hópi kvenna. Bryndís Friðgeirsdóttir er sögð munu hætta, búin að vera allt of lengi að eigin sögn, en hefur þó þvælst meira fyrir meirihlutanum en annað minnihlutafólk. Sigurður Ólafsson er floginn burt en Lalli og æðarbóndinn eru á vaktinni. Það mun lítill áhugi vera hjá Lalla að hætta, þykir þetta þægilegt og skemmtilegt starf, en fáir munu í stuðni

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli