Frétt

| 26.02.2001 | 13:44Kynntu sér atvinnumál og snjóflóðavarnir

Einar K. Guðfinnsson, Siv Friðleifsdóttir, Ólafur Kristjánsson og Davíð Oddsson í Ráðhúsi Bolungarvíkur fyrir hádegið.
Einar K. Guðfinnsson, Siv Friðleifsdóttir, Ólafur Kristjánsson og Davíð Oddsson í Ráðhúsi Bolungarvíkur fyrir hádegið.
„Við komum hingað til Bolungarvíkur til að kynna okkur það sem hér er efst á baugi, einkum varðandi málefni fyrirtækisins sem lenti hér í gjaldþroti“, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við blaðið í Bolungarvík fyrir hádegið. „Við vildum kynna okkur endurreisn þess og hvernig það mál stæði, ekki síst með hliðsjón af því að ríkisvaldið er í gegnum Byggðastofnun einn af stórum veðhöfum í því dæmi öllu og þýðingarmikið að menn nái saman. Síðan fengum við tækifæri til þess að fræðast um snjóflóðavarnamál með umhverfisráðherra og stjórnarformanni Ofanflóðasjóðs.“
Forsætisráðherra og umhverfisráðherra komu flugleiðis til Ísafjarðar ásamt föruneyti um kl. ellefu í morgun og héldu beint til Bolungarvíkur. Í Ráðhúsi Bolungarvíkur hittu ráðherrarnir m.a. Ólaf Kristjánsson bæjarstjóra, Lárus Benediktsson formann Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Einar K. Guðfinnsson, fyrsta þingmann Vestfirðinga. Boðið var upp á kaffi og bollur í tilefni bolludags en síðan voru atvinnumálin rædd.

Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sagði að eigendur Nasco í Bolungarvík, sem nú er gjaldþrota, hefðu verið mjög bjartsýnir á síðasta ári og meðal annars hefðu þeir rætt um stækkun rækjuverksmiðjunnar þar. Ólafur sagði að mál þrotabúsins virtust nú vera að komast í réttan farveg og fyrir mestu væri að leiða málið til lykta hið fyrsta. Hann sagði hins vegar mikið áhyggjuefni að nú væri fólk með fagþekkingu farið að hugsa sér til hreyfings úr bænum.

Forsætisráðherra tók undir orð Ólafs um nauðsyn þess að atvinnulífið í Bolungarvík kæmist sem fyrst í eðlilegt horf á ný. Síðan spurðist ráðherrann fyrir um væntanlegar snjóflóðavarnir ofan byggðarinnar í Bolungarvík. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Ofanflóðasjóðs og ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, rakti stuttlega gang þess máls og sagði meginatriði þess að varanleg lausn fengist. Forsætisráðherra spurði hvað „ásættanleg áhætta“ væri, en það orðalag hefði hann séð í plaggi sem viðkemur snjóflóðavörnum. Magnús Jóhannesson sagði „ásættanlega áhættu“ vera svipaða þeirri sem hann sjálfur byggi við þegar hann sæti við skrifborð sitt í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. Hann sagði að ekki myndi þurfa að rýma hús nema í mjög miklu aftakaveðri þegar þær snjóflóðavarnir væru komnar upp sem nú er ætlunin að koma upp.

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræddi atvinnumálin og fullvissaði heimamenn um að málefni landsbyggðarinnar snertu líka íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nefndi hún í því sambandi að talið væri að hver sá landsbyggðarbúi sem flyst suður væri talinn kosta samfélagið á bilinu 3-5 milljónir. Einnig væri hröð uppbygging Reykjavíkur farin að valda töluverðum skipulagserfiðleikum. Sagði hún ríkisstjórnina hafa fullan vilja til að koma til móts við landsbyggðina í málefnum hennar.

Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, sagði að fyrir öllu væri að koma rækjuverksmiðjunni í gang á ný. Lárus sagði að heimamenn væru mjög uggandi yfir ástandinu og nú væri jafnvel svo komið að fólk gréti þegar það talaði við hann.

Einar K.Guðfinnsson alþingismaður sagði að augljóslega væri mikill vilji heimamanna til að koma rækjuverksmiðjunni strax af stað aftur. Það lýsti sér best í 15 milljón króna framlagi verkalýðsfélagsins, þar sem þetta yrðu að teljast mjög miklir peningar fyrir ekki stærra félag.

Síðdegis í dag, eftir fund með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og heimsóknir á Ísafirði, fara ráðherrarnir til Flateyrar, þar sem athöfn verður í íþróttahúsinu. „Þar verður gengið frá ákveðnum málum sem snerta lokaátakið í uppbyggingu byggðarinnar eftir snjóflóðið mikla“, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. „Segja má að Súðavík sé komin í mjög gott horf og orðin fallegt bæjarfélag á ný. Á Flateyri eru hins vegar nokkrar eftirhreytur. Við munum í dag kynna hvernig við viljum með bæjarfélaginu taka þátt í því að koma hlutunum eins og hægt er í endanlega gott horf“, sagði Davíð Oddsson.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli