Frétt

| 26.02.2001 | 07:07Bátar komi með lifandi þorsk í sjókvíar

Fjórir þingmenn hafa lagt fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að Hafrannsóknastofnun verði heimilað í tilraunaskyni að úthluta allt að 500 lesta þorskkvóta árlega næstu fimm árin til áframeldis á veiddum þorski. Þessum aflaheimildum verði skipt í sjö jafna hluta og dreift um landið til einstaklinga. Jafnframt verði Hafrannsóknastofnun falið að skrá og fylgjast með tilrauninni og birta niðurstöður um reynslu tímabilsins.
Flutningsmenn tillögunnar eru þeir Hjálmar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson. Í greinargerð með tillögunni segir m.a.:

Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar stundað tilraunir með áframeldi þorsks. Ber flestum saman um að tilraunir þessar lofi góðu. Felast þær í að veiddum þorski er haldið lifandi en síðan komið fyrir í sjókvíum þar sem hann er alinn upp í sláturstærð. Dæmi eru um að fiskur hafi allt að tvöfaldað þyngd sína í kvíum á hálfu ári. Nemendur sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri hafa unnið nákvæma skýrslu um möguleika á þorskeldi af þessum toga.

Margt bendir til þess að um geti verið að ræða arðbæran rekstur.
Í tillögunni er kveðið á um að Hafrannsóknastofnun úthluti í tilraunaskyni næstu fimm árin allt að 500 lestum af þorskkvóta til sjö aðila á mismunandi stöðum á landinu. Gert er ráð fyrir að bátar, sem taka þátt í tilrauninni, komi með lifandi þorsk í sjókvíar en þar verði fiskurinn fóðraður í sláturstærð. Margt bendir til þess að eldisþorskur af þessum toga vaxi í heppilega sláturstærð á tiltölulega skömmum tíma með réttri fóðrun og að nýtingarhlutfall eldisþorsks sé betra en villts þorsks vegna sérstaks vaxtar í holdinu. Ormar virðast auk þess mun færri í eldisþorski og er hann því ódýrari til vinnslu en villtur þorskur.

Þá skal á það bent að kostur eldisþorsks er m.a. sá að unnt er að stýra markaðssetningu hans eftir verð þróun þannig að hann fari á markað þegar verðið er hvað hæst. Hér getur verið um byggðavæna aðgerð að ræða sem felur í sér að aflaheimildir geti aukist í raun um allt að 20% frá úthlutuðum heimildum.

Sjá einnig:
BB 05.02.2001
Leyfi fyrir kvíum í Álftafirði til þorskeldis
BB 17.01.2001
130% þyngdaraukning í sumar

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli