Frétt

politik.is – Grímur Sigurðsson | 31.08.2003 | 10:47Við hverju bjuggust þeir?

Af því bárust fréttir í byrjun vikunnar að sjávarútvegsráðherra Bretlands hefði ráðlagt Bretum að sniðganga íslenskar sjávarafurðir og ferðir til Íslands. Ástæða ummæla ráðherrans eru hvalveiðar Íslendinga. Íslenskir ráðamenn hafa ekki linnt látum frá því ummælin voru látin falla. Þannig var vanþóknun utanríkisráðherra mikil og taldi hann einsýnt að um misskilning hefði verið að ræða. Slík afskipti af íslenskum innanríkismálum væru fordæmalaus. Formaður Ferðamálaráðs, alþingismaðurinn Einar Guðfinnsson, taldi atferli ráðherrans breska „ótrúlegt, ósvífið og að mínu mati hrein afskipti af máli sem eru innanríkismál Íslendinga.“
Það virðist því hafa komið forsvarsmönnum nýhafinna hvalveiða við Íslandsstrendur algjörlega í opna skjöldu að erlendir stjórnmálamenn hafi skoðun á veiðunum. En við hverju bjuggust þeir? Vita þeir ekki manna best að stjórnmálamenn láta oft hafa eftir sér það sem þeir telja að fólkið vilji heyra, oft að áeggjan þrýstihópa, og alltaf eftir línu pólitísks rétttrúnaðar?

Nefna má fjölmörg dæmi um þess háttar lýðskrum íslenskra stjórnmálamanna. Nærtæk eru loforð formanna stjórnarflokkanna um línuívilnun og jarðgöng á landsbyggðinni, sem voru að því er virðist lítið annað en bragð til að afla flokkum þeirra fylgis rétt fyrir kosningar. Nýjasta dæmið um lýðskrum í íslenskri pólitík eru sennilega ummæli forsætisráðherra um þingmann Frjálslynda flokksins, Gunnar Örlygsson. Þingmaðurinn hlaut dóm fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða. Vaskur fréttamaður spurði forsætisráðherra hvað honum þætti um hinn dæmda þingmann og svaraði forsætisráðherra eitthvað á þá leið, að sér kæmi ekki við hvaða menn sætu á þingi fyrir aðra stjórnmálaflokka. Væri þessi maður aftur á móti í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, yrði honum umsvifalaust vikið úr þingflokknum. Fyrir nokkrum dögum síðan kom svo á daginn að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði hlotið dóm fyrir refsivert afthæfi, ölvunarakstur. Ekkert hefur heyrst frá formanni flokksins þess efnis að hinn brotlegi þingmaður þurfi að víkja úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ummæli forsætisráðherra um Gunnar Örlygsson voru því hreint lýðskrum.

Forystumenn í íslenskum stjórnmálum hika ekki við að beita lýðskrumi í pólitískri baráttu. Hvernig í ósköpunum dettur þeim í hug að þeir séu einu stjórnmálamennirnir í heiminum sem beita þess háttar aðferðum? Það er nefnilega enginn munur á íslenskum og breskum stjórnmálamönnum að þessu leyti. Þeir nota hvert tækifæri til að slá sig til riddara, hvort sem það er með því að andmæla hvalveiðum eða afbrotum þingmanna.

Ummæli breska sjávarútvegsráðherrans áttu því ekki að koma íslenskum kollegum hans á óvart.

– Grímur Sigurðsson.

Pólitík.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli