Frétt

| 21.02.2001 | 15:49Að vita eða vita ekki hvað gert er!

Í síðustu viku var vikið að málefnum Orkubús Vestfjarða og verður höggvið í sama knérunn nú að gefnu tilefni. Sveitarstjórnarmenn eru kosnir til fjögurra ára og fá þar með umboð kjósenda til þess að fara með málefni þeirra nánasta samfélags í þjóðfélaginu, reyndar að fjölskyldunni frátalinni. Margir telja að sú grunnstofnun eigi undir högg að sækja nú um stundir. Væri hægt að fjalla ítarlega um málefni hennar, bæði þátt sveitarfélagsins og ríkisins. Það bíður betri tíma. Enda er það svo að fjölskyldan verður yfirleitt að bjarga sér sjálf í síbreytilegu umhverfi, sem ræðst af ákvörðunum sveitarstjórnar- og alþingismanna, er allir vilja vel. Meira um það hér neðar. En Orkubúið er á hvörfum einmitt núna og um það ferli, sem farið er af stað með því að gera það að hlutafélagi, gildir hið fornkveðna, veldur hver á heldur. Raunar má segja að mestu skipti hvernig á er haldið. Einmitt þess vegna er umfjöllunarefni síðustu viku endurtekið og skal nú kveðið fastar að.

Grunsemdir hafa vaknað um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafi ekki áttað sig á því hvað verið var að gera með samþykktinni um að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Svo virðist sem á skorti að allir bæjarfulltrúar hafi gert sér fulla grein fyrir því að verðmæti fyrirtækisins er tilbúin tala og kaupandinn aðeins einn, Ríkið með stóru erri eins og börnin segja oft í áhersluskyni. Verra er þó að bera því fyrir sig að hafa ekki vitað að skilyrði ríkisins var fyrst og fremst að gera upp skuldir sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð, sem yfirtók ekki aðeins hið venjulega lánakerfi vegna íbúðakaupa og –bygginga, heldur einnig félagslegu súpuna, sem soðið hafði rækilega upp úr pottum pólitíkusanna, bæði í sveit og á þingi. Svo virðist sem ríkisstjórn og Alþingi ætli sér að velta ábyrgðinni af mikilli offjárfestingu í félagslega íbúðakerfinu á Vestfjörðum yfir á sveitarstjórnirnar, sem ekki eru nú burðugar fyrir eftir að alþingi hefur í krafti lagasetningar, sem löggjafarvaldinu er einu heimilt að beita samkvæmt stjórnarskránni, þeirri sömu og varð þingmönnum svo rækilegt bitbein í öryrkjamálinu um daginn að þeim svelgdist flestum á og mætti halda að í sumum þeirra stæði enn, einkum þeim sem hæst höfðu á þingi.

Á þessum vettvangi hefur oft verið bent á þá staðreynd að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnir beri mikla ábyrgð á því hversu gálaust framferði var viðhaft í byggingu félgslegra íbúða. Sú niðurstaða ríkisins að þeim beri að súpa af því seyðið, kann að virðast skynsamleg við fyrstu athugun. En kolröng er hún gagnvart íbúum sveitarfélaganna, sem ekkert hafa sér til saka unnið en að treysta þeim sem kjörnir voru til þess að fara með mál íbúanna, í héraði og á þingi. Með sölu Orkubúsins til ríkisins, eins og að framan er lýst, er verið að neyða íbúana til þess slafra í sig, með góðu eða illu, marg uppsoðna og uppúrsoðna súpu félagslega kerfisins í húsnæðinu. Þeim verður illt af því að missa tökin, störfin og sjálfstæðið, sem fylgdi Orkubúinu. Að henda svo í þá skófunum, að bæjarfulltrúar hafi ekki vitað hvað til stóð, er meira en þeir eiga skilið. Hverju og hverjum á að treysta?


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli