Frétt

Kreml - Svanborg Sigmarsdóttir | 28.08.2003 | 10:14Gegnsæi lýðræðis – opið bókhald

Eitt af flaggskipum Samfylkingarinnar í tilraunum sínum til að bæta og efla lýðræðið í landinu hefur verið krafan um opið bókhald stjórnmálaflokka. Á þetta minnti Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður SF, í grein sem birtist í Morgunblaðinu nú um helgina. Í framhaldi af því spyr ég: Hvenær mun Samfylkingin birta reikninga sína eftir síðustu kosningar?
Opið bókhald stjórnmálaflokka telst til góðra hugmynda til að efla lýðræði og gera það gegnsærra. Ef einhverjir stjórnmálaflokkar eru það fjárhagslega bundnir fyrirtækjum eða einstaklingum að það hefur áhrif á málflutning þeirra og málefnastöðu ættu kjósendur að hafa rétt á slíkum upplýsingum. Slíkar upplýsingar eru alveg jafnmikilvægar fyrir upplýsta ákvarðanatöku hvers og eins kjósenda, eins og fyrirliggjandi upplýsingar um samþykktir flokksins og stefnu svo og upplýsingar um forsögu flokkins – hvernig hann hefur staðið sig í að reyna að framfylgja þeirri stefnu sem hann þykist styðja.

Ef framlag fyrirtækis til ákveðins stjórnmálaflokks er það hátt að ljóst er að sá stjórnmálaflokkur mun aldrei styðja neina þá stefnu sem stríðir gegn hagsmunum þess fyrirtækis eiga kjósendur að vita af því. Það er ekki víst að hagsmunir einstakra kjósenda og einstakra fyrirtækja fari endilega saman. En almenningur hefur enga leið til að komast að þessum upplýsingum nema ef annað af tvennu gerist; stjórnmálaflokkarnir opni bókhald sitt eða fyrirtæki gefi upp hvernig og hversu mikið þau styðji við starf stjórnmálaflokka. Hvor leiðin sem farin verður leiðir til opnara bókhalds stjórnmálaflokkanna.

Samfylkingin hefur m.a. haft það á stefnuskrá sinni, sem var ítrekað á vorþingi flokksins nú í apríl síðastliðnum að „sett verði lög um opnar fjárreiður og tekjuöflun stjórnmálaflokka til þess að tryggja enn frekar gagnsæi stjórnkerfis okkar“. Ennfremur hefur Samfylkingin sagst ætla að fylgja þessari sannfæringu sinni með því að opna bókhald flokksins, þrátt fyrir að lagaákvæðin sem skylda flokkinn til þess vanti og þó svo að aðrir flokkar haldi sínu bókhaldi enn harðlæstu og geymi lykla einhvers staðar sunnan við sól og austan við mána.

Björgvin G. Sigurðsson segir t.d. í pistli sínum Samráð og sjóðir flokkana (sem einnig birtist í Morgunblaðinu síðustu helgi) að „Samfylkingin hefur frá stofnun flokksins í maí árið 2000 birt fjárframlög til flokksins yfir ákveðinni upphæð og opinberar það í bókhaldi sínu. Þó að enn skorti lögin og það skapi visst ójafnvægi við fjármögnun starfsins að sumir flokkar opni bókhald sitt en aðrir ekki. En þetta gerir Samfylkingin til að ríða á vaðið og undirstrika mikilvægi lagasetningarinnar um fjárreiður flokkanna sem enn og aftur verður lagt fram á haustþinginu.“ Því er ekki úr vegi að spegúlera í hversu opið og aðgengilegt bókhald Samfylkingarinnar er.

Á heimasíðu flokksins má finna kveðju til flokksmanna frá gjaldkera þar sem birtir eru rekstrarreikningar Samfylkingarinnar fyrir árið 2000 og allt til októberloka 2001. Framlög einstakra einkaaðila er ekki að finna, líklega vegna þess að engin einstök framlög hafa verið hærri en 500.000 kr (viðmið flokksins). Rekstrarreikningar og upplýsingar um tvær síðustu kosningar er ekki að finna en það er einmitt í fjáröflun fyrir kosningabaráttu sem helst er hætta á að stjórnmálaflokkar verði of fjárhagslega háðir einstaklingum eða fyrirtækjum.

Nú hafa bæði Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri Grænir birt milliuppgjör sem sýnir kostnað við síðustu alþingiskosningar. Frjálslyndi flokkurinn segist hafa eytt rétt rúmum 13 milljónum og VG tæpum 17 milljónum. Fer ekki að koma að því að Samfylkingin fylgi í kjölfarið og birti sitt milliuppgjör? Eins og fram kemur í kveðju gjaldkerans voru skuldir flokksins all verulegar í lok okt. 2001 og ólíklegt má telja að þær hafi lækkað mikið í tveimur stórum kosningabaráttum.

Fjárhagsleg tengsl myndast ekki bara við það að fá inn fjárframlög. Eins og nýlegt dæmi um afskipti eigenda Stöðvar 2 af fréttum sýna, geta verulegar skuldir einnig myndað slík hagsmunatengsl sem kjósendur ættu að vera meðvitaðir um. Því spyr ég, hvað kostaði kosningabaráttan í vor? Er reikningurinn upp á 20, 70 eða 100 milljónir? Og hver voru fjárframlögin á móti? Var hægt að safna 10, 30 eða 50% af útgjöldunum? Jukust skuldir flokksins verulega – og þá við hvern?

– Svanborg Sigmarsdóttir.

 • Til baka -
 • Prenta frétt -
 • Senda frétt -
 • Senda á Facebook -
 • bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

  Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

  Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

  Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

  Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

  Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

  Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

  Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

  Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
  Meira

  bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

  Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
  Meira

  bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

  Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
  Meira


  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli