Frétt

| 21.02.2001 | 09:26Þarf að greiða ríflega eina milljón króna

Oddi hf. á Patreksfirði.
Oddi hf. á Patreksfirði.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt Odda hf. á Patreksfirði til að greiða Skipaþjónustu Suðurlands hf. á Þorlákshöfn ríflega 1 milljón króna vegna grálúðukvóta sem Skipaþjónustan keypti og vistaði á skipi Odda hf. Málsatvik eru þau að Skipaþjónusta Suðurlands hf. í Þorlákshöfn keypti 100 tonn af grálúðukvóta í ársbyrjun 1995, fyrir þrjár milljónir króna, og skráði kvótann á skip Odda hf., Núp BA 69, án þess að skriflegur samningur væri gerður um geymslu eða nýtingu hans. Skipaþjónustan hélt því fram fyrir dómnum að vistun kvótans hafi verið í tengslum við samkomulag aðila um að grálúða sem veidd yrði á Núp BA yrði flutt út til Frakklands og andvirði kvótans greitt af andvirði afurðanna. Oddi hf. kveðst hins vegar hafa heimilað skráningu ofangreindra aflaheimilda á skipið í greiðaskyni við Skipaþjónustuna, án þess að neitt samkomulag hafi verið gert um nýtingu þeirra og ráðstöfun aflans.
Í dómnum segir að gegn mótmælum Odda hf. verði ekki talið sannað að komist hafi á með aðilum samkomulag um að grálúðuafla Núps BA yrði ráðstafað með þeim hætti sem Skipaþjónustan lýsti. Af framburði Halldórs Leifssonar, útgerðarstjóra Odda hf., verði hins vegar ráðið að Oddi hafi nýtt þessar aflaheimildir að hluta í eigin þágu, en selt hluta þeirra, án samráðs við Skipaþjónustuna og án þess að standa skil á andvirðinu. Engin gögn liggi því til stuðnings, að Oddi hafi gætt þess að þessar aflaheimildir, eða heimildir í öðrum fisktegundum, sem breyta mætti í aflaheimildir í grálúðu, lægju fyrir allt til loka fiskveiðiársins, Skipaþjónustunni til ráðstöfunar.

Í ljósi þessa sé ósannað að Skipaþjónustun hafi fengið þessar heimildir til varðveislu, en ekki til hagnýtingar í eigin þágu. Oddi verði af þessum sökum dæmdur til að greiða stefnanda eftirstöðvar andvirðis þessara aflaheimilda, miðað við það verð sem Skipaþjónustan hefur sett upp fyrir þær, enda hefur ekki verið sýnt fram á að það sé ósanngjarnt.

Oddi hf. var því dæmdur til að greiða Skipaþjónustunni stefnufjárhæðina, 1.068.938 krónur, ásamt dráttarvöxtum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri, kvað upp dóminn.

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli