Frétt

| 18.02.2001 | 13:57Snerpa hefur undanfarin ár veiruskannað allan tölvupóst viðskiptavina sinna

Björn Davíðsson hjá Snerpu á Ísafirði hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar í hádegisútvarpi RÚV í dag. Þar var greint frá því, að tölvufyrirtækið Friðrik Skúlason ehf. hyggist koma upp tölvupóstsíu þar sem síaður verði frá allur póstur með tölvuveirum og tölvuormum. Friðrik sagði í viðtali í fréttatímanum að þetta eigi að koma í veg fyrir að tölvunotendur verði fyrir barðinu á veirum eða ormum sem berast með tölvupósti. Kerfið verður þannig byggt upp að internetþjónustufyrirtæki tengist tölvu á vegum Friðriks sem hreinsar allan póst gegn vægu gjaldi. Björn Davíðsson segir:
Tölvuþjónustan Snerpa á Ísafirði hefur allt frá árinu 1997 boðið þeim sem eru í Internettengingu hjá fyrirtækinu upp á veiruskönnun á pósti. Þannig er allur tölvupóstur sem fer í gegn hjá Snerpu skannaður fyrir tölvuveirum og ef veirusýking finnst er bæði sendanda og móttakanda póstsins send aðvörun um smitunina. Þetta er þjónusta sem Snerpa býður notendum sínum án sérstaks aukagjalds og hefur ekki þurft að biðja sérstaklega um. Stefnan hingað til verið sú, þar sem um óumbeðna þjónustu er að ræða, þ.e. notendur hafa ekki getað beðist undan henni, að einungis eru sendar aðvaranir en ekki reynt að eyða tölvuveirum í pósti. Enda segir einnig í flutningsstöðlum Internetsins að pósti skuli skilað til endanotanda í upphaflegu formi eða móttöku hafnað ella.

Í seinni tíð hafa þó verið að koma upp sífellt skæðari afbrigði af bæði veirum og ormum og hefur Snerpa m.a. tekið til bragðs að hafna sendingum þar sem í sendingu er einungis um að ræða tölvuveirur og orma sem ekki ferðast með öðru efni. Sem dæmi má nefna afbrigði af Hybris-orminum en sl. 3 vikur verið hafnað móttöku á um 700 eintökum af þessum ormi. Þessi tiltekni fjöldi barst beint frá innhringinotendum annarra netþjónusta á Íslandi, ætlaður ríflega 1200 notendum sem kaupa netþjónustu hjá Snerpu. Það er því ljóst að stórir faraldrar orma eru í gangi hér á landi, faraldrar sem fara framhjá notendum Snerpu vegna þessa.

Snerpa hefur jafnframt sett upp sérstakar vírusvarnir á tölvupóstþjónum fyrirtækja þar sem veirum og ormum er eytt á áfangastað en veiruvörnin AVP sem Snerpa bæði notar og selur var íslenskuð og markaðssett af Snerpu hér á landi fyrir tveimur árum. AVP-veiruvörnin hefur þann kost að geta keyrt á nær öllum stýrikerfum sem í notkun eru í dag, þar á meðal Linux sem er mjög vinsæll póstþjónn um þessar mundir og hefur Snerpa sett upp nokkurn fjölda Linux-póstþjóna með AVP-veiruvörninni en þar er veirum og ormum eytt á sama hátt og Friðrik Skúlason hyggst nú bjóða eins og kom fram í hádegisfréttum útvarps.

Snerpa bendir jafnframt á, að eina örugga ráðið til að verjast tölvuveirum og ormum er að hafa uppsett veiruvarnaforrit á tölvu notandans, veiruvarnaforrit sem er fært um að uppfæra sig sjálfkrafa á einfaldan og sjálfvirkan hátt. Tölvuveirur og ormar berast á fleiri vegu með tölvupósti og það getur skapað falskt öryggi að hreinsa tölvuveirur og orma sem berast með tölvupósti án þess að um heildarvarnir sé að ræða.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli