Frétt

Leiðari 32. tbl. 2003 | 13.08.2003 | 09:30Nú reynir á þrek og þor vestfirskra þingmanna

Vandræðagangur stjórnarflokkanna með kosningaloforðin ríður ekki við einteyming. Titringurinn sem seinkun Héðinsfjarðarganga leiddi af sér var vart tekinn að dvína þegar ný hrina reið yfir: Línuívilnun fyrir dagróðrabáta. Kosningaloforðið, sem að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, tryggði stjónarflokkunum meirihluta, var marklaust. Lagaheimildir skortir til gjörningsins. Nokkuð, sem enginn hafði orð á fyrir kosningar. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra um að bjarga málinu fyrir horn með því að nýta byggðakvótann til línuívilnunar hlutu hægt andlát.

Bullandi ágreiningur er milli sjávarútvegsráðherra og nokkurra þingmanna stjórnarliðsins um málið. Sem að líkum lætur eru þingmenn Vestfirðinga þar í fararbroddi. Enda fast að þeim sótt. Guðmundur Halldórsson í Bolungarvík, formaður smábátafélagsins Eldingar, sem á heiðurinn af því að landfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti línuívilnunina, segir ríkisstjórnina eiga líf sitt að þakka kosningaloforðum talsmanna stjórnarflokkanna um úrbætur á fiskveiðistjórnunarkerfinu og hann ætlast til að þingmenn Vestfirðinga standi við gefin loforð. „Við munum aldrei una því að menn svíki loforð sín með svo grófum hætti. Svikin loforð gætu orðið banabiti stjórnarinnar“, voru ummæli Guðmundar á fundi sem smábátamenn á Vestfjörðum efndu til fyrir skemmstu.

Á fundi með kjósendum á Ísafirði 23. apríl sl. sagði forsætisráðherra um væntanlega línuívilnun: „Ég tel að þetta eigi að geta komið til framkvæmda með haustinu; menn eigi að geta unnið að því, það er óþarfi að að draga það neitt lengur.“ Ýmsir horfa nú til forsætisráðherra, að hann grípi fram fyrir hendur sjávarútvegsráðherra með „svona gera menn ekki“ aðferðinni. Afskipti af því tagi myndu ganga þvert á afstöðu væntanlegs forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sem mun hafa lagt blessun sína yfir frestun línuívilnunar um eitt fiskveiðiár, eftir að sjávarútvegsráðherra sneri frá villu síns vegar með byggðakvótann.

Ekki er annað vitað en að sátt sé að mestu um línuívilnunina milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu. Sé pólitískur vilji stjórnvalda fyrir hendi ætti því að vera tiltölulega auðvelt að kalla saman þing og koma í gegn nauðsynlegum lagabreytingum.

Í þessu máli er vilji allt sem þarf. Nú reynir á þrek og þor vestfirskra þingmanna, öðrum fremur.
s.h.


bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli