Frétt

bb.is | 08.08.2003 | 14:43Nýr vefur og nýstárlegur búnaður: Bókhlaðan semur við Netheima

Magnús Hávarðarson hjá Netheimum og Jónas Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar, handsala samninginn um nýja vefinn.
Magnús Hávarðarson hjá Netheimum og Jónas Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar, handsala samninginn um nýja vefinn.
Bókaverslun Jónasar Tómassonar á Ísafirði (Bókhlaðan) hefur fengið upplýsingatæknifyrirtækið Netheima ehf. til liðs við sig við smíði á nýjum vef fyrirtækisins. Ætlunin að vefurinn verði tilbúinn um miðjan september. Að sögn Jónasar Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Bókhlöðunnar, mun vefurinn bæta þjónustu við viðskiptavini og gera fyrirtækinu kleift að taka í notkun ýmsar nýjungar.
„Við munum meðal annars taka á móti stafrænum ljósmyndum til framköllunar um vefinn og höfum keypt til þeirra hluta sérstakan hugbúnað frá Sviss sem tengist vefsvæði okkar. Einnig ætlum við að bjóða sölumyndir frá ýmsum viðburðum og höfum fengið til liðs við okkur nokkra ljósmyndara í því skyni. Fermingar- og brúðkaupskort verður hægt að panta beint af vefnum og við ætlum að bjóða gestum að skoða fallegar hringsjármyndir úr safni sem ætlunin er að reyna að byggja upp. Fréttir, tilboð og getraunaleikur verða svo fastir liðir á vefnum okkar“, segir Jónas.

„Undirbúningur vegna þessa verkefnis hefur staðið yfir í sumar“, segir Magnús Hávarðarson hjá Netheimum. „Við höfum við í félagi við Bókhlöðumenn skoðað ýmsa möguleika í meðferð, móttöku, framköllun og birtingu stafrænna ljósmynda. Hugbúnaðurinn frá Sviss varð fyrir valinu en hann gerir alla meðferð stafrænna ljósmynda tiltölulega einfalda. Búnaðurinn tengir Bókhlöðuna beint við miðlægan gagnagrunnsþjón í Sviss sem tryggir hámarksöryggi við móttöku mynda og meðferð greiðslukortaupplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi geta viðskiptavinir Bókhlöðunnar óhræddir pantað og greitt fyrir framköllun mynda á vefnum með hugbúnaði sem dulkóðar samskiptin en hann verður aðgengilegur á vefsvæðinu í boði Bókhlöðunnar“, segir Magnús.

„Með því að ráðast í vefsmíðina og hugbúnaðarkaupin með þessum hætti er Bókhlaðan að skipa sér í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði og getur í sjálfu sér tekið á móti myndum til framköllunar frá hvaða landi sem er í heiminum. Með þessu framtaki sýna eigendur fyrirtækisins mikla framsýni. Ég tel að tímasetningin hafi verið hárrétt hjá þeim. Þróunin í stafrænni myndvinnslu hefur verið hröð og mjög margir eru farnir að taka myndir á stafrænar myndavélar“, segir Magnús Hávarðarson, en hann annast hönnun og forritun vefsvæðisins ásamt innleiðingu hugbúnaðarins frá Sviss.

Vefur Bókhlöðunnar verður hýstur hjá Netheimum. Fyrirtækið hóf nýlega að bjóða hýsingarþjónustu.

hlynur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli